Það er rangt hjá þér ágæti Ögmundur að Björn Bjarnason hafi ekki verið andstæðingur EES samnings. Sjálfstæðisflokkurinn var upphaflega með þá stefnu að gera ætti sem flesta tvíhliða samninga (einsog Svisslendingar gerðu) frekar en að gera einn stóran samning við ESB.
Björn Bjarnason, fyrrverandi alþingismaður og ráðherra, sendir mér pillur á Evrópuvaktinni undir fyrirsögninni:"Ögmundur: Öskur villikattarins breytist í máttlaust væl - lýtur vilja Össurar".
Úr viðtali við Viðskiptablaðið 12.04.12.. „Við féllumst á það að senda inn aðildarumsókn að ESB, í júní 2009, og ætluðum okkur að fá efnislega niðurstöðu út úr þeim viðræðum," segir Ögmundur en bætir því við að hann vilji flýta viðræðunum og fá efnislegar niðurstöður sem fyrst.
Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins hefur þröngvað sér inn í málssóknina gegn Íslandi vegna Icesave. Frumkvæði að þessari málssókn áttu fulltrúar Noregs og Lichtenstein hjá ESA stofnuninni sem á að fylgjast með því að markaðssamningi Hins evrópska efnahagssvæðis sé fylgt.
Og hvað nú Ögmundur. Eru stóru orðin þín og Steingríms um ESB aðildarviðræðurnar nú bara til "heimabrúks" eins og fyrri daginn, svona til þess eins að friða næsta flokksráðsfund VG og láta þar klappa fyrir ykkur einn ganginn enn ! Ég segi við ykkur ef þið látið ekki kné fylgja kviði núna og setjið Samfylkingunni stólinn fyrir dyrnar varðandi þessa ESB umsókn þá er úti um VG sem raunverulegt stjórnmálaafl í íslenskum þjóðmálum.
Ögmundur. Þú sneiðir fram hjá því að rökræða efnislega um gagnrýni mína og gerir lítið úr henni, en reynir persónulega að bera af þér sakir um þjónkun og undirlægjuhátt við esb valdið ! Ekki stórmennskulegt !. Gunnlaugur Ingvarsson. . Á þessari síðu og í ræðu og riti annars staðar hef ég rækilega gert grein fyrir mínum sjónarmiðum.