Forsvarsmaður Pírata, Helgi Hrafn Gunnarsson er eflaust vel að því kominn að fá einhvers konar viðurkenningu þótt ég geri mér ekki alveg ljóst fyrir hvað hann stendur í hitamálum okkar samtíðar, að öðru leyti en því að hvetja til þess að allt sé gagnsætt og farið sé að reglum.. Það er ágætt sjónarmið svo langt sem það nær.
Fátt er eins fallegt og Ísland í góðu skapi. Og þrátt fyrir rysjótt veður víða um landið í aðdraganda áramótanna, hafa áramótin sjálf verið falleg víðast hvar á landinu, snjór yfir öllu kalt og stillt.
Eyjan greinir frá því að ECA Program Iceland hafi verið úrskurðað gjaldþrota. ECA Program Iceland var dótturfyrirtæki hollenska fyrirtækisins ECA, sem leitaði til íslenskra stjórnvalda árið 2009 í því skyni að byggja upp herþjálfunarbúðir á Keflavíkurflugvelli.
Nýlega barst mér í hendur hjálparákall frá kúrdneska bæjarstarfsmannasambandinu í austurhluta Tyrklands. Fyrir nokkru hefði ég sagt tyrkneska hluta Kúrdistans.
Formaður Verslunarmannafélags Reykjavíkur segir í fréttum að friðhelgi stórhátíðadaganna sé liðin tíð. Það geri allir túristarnir! . Þessu er ég ósammála.