Fara í efni
EVRÓPURÁÐIÐ TEKUR UNDIR KRÖFU UM AÐ JULIAN ASSANGE VERÐI LÁTINN LAUS

EVRÓPURÁÐIÐ TEKUR UNDIR KRÖFU UM AÐ JULIAN ASSANGE VERÐI LÁTINN LAUS

Í ályktun þings Evrópuráðsins sem kom saman í Strassborg í síðustu viku er tekið undir staðhæfingar og kröfur í rannsóknarskýrslu Sameinuðu þjóðanna varðandi Julian Assange, stofnanda Wikileaks. Hann á yfir höfði sér framsal frá Bretlandi til Bandaríkjanna þar sem hans bíða ákærur sem auglóst er að myndu leiða til áratuga fangavistar ef bandarísk yfirvöld fá sínu framgengt.  Þing Evrópuráðsins krefst þess að komið verið í veg fyrir framsal ...

AFTURGENGINN

Gott er að vita dáðadrenginn dyggðaveginn bruna: Ögmundur er aftur genginn  inn í þjóðkirkjuna. Þórarinn Eldjárn

LÍFSKJÖR MYNDU BREYTAST ÞÁ

Tilefni er jú tvímælalaust að taka höndum saman. Hefjum öll upp háa raust og heftum Kvóta gaman. Byggðarkvóta nú bráðliggur á Þá batnar dreifbýlisvandi. Lífskjör mín myndu breytast þá og margra úti á landi. Höf. Pétur Hraunfjörð.
UM KVÓTANN FYRIR FULLUM SAL Á AKRANESI

UM KVÓTANN FYRIR FULLUM SAL Á AKRANESI

... Myndin að ofan sýnir hluta fundarmanna en að neðan má sjá Vilhjálm Birgisson, verkalýðsleiðtoga, sem fyrstur tók míkrófóninn úr sal og flutti upplýsandi eldræðu um stöðu mála á Akranesi sem misst hefur frá sér veiðiheimildir sem gert hefur það að verkum að útgerð er að leggjast niður á sjálfum Skipaskaga. Fleiri eldræður voru fluttar og fram settar upplýsingar sem vörpuðu ljósi á viðfangsefnið. Þótt ýmis sjónarmið kæmu fram ...
ÉG GEKK Í ÞJÓÐKIRKJUNA Í VIKUNNI

ÉG GEKK Í ÞJÓÐKIRKJUNA Í VIKUNNI

Birtist í  helgarblaði Morgunblaðsins 01/02.02.20. ...  Auðvitað á hver maður að geta iðkað þá trú eða stundað þá lífsskoðun sem hann vill. Sjálfur hef ég hins vegar viljað hafa fyrirkomulag sem dregur úr vægi trúarstofnana í hinu veraldlega lífi en styrkir jafnframt hin hófsömu og velviljuðu öfl innan trúarbragðanna ...

GUNNAR SMÁRI KEMUR Á ÓVART

Ég sótti fund þinn í Þjóðmenningarhúsinu um kvótann fyrir skömmu. Fyrir fundinn fannst mér það orka tvímælis að fá Gunnar Smára Egilsson, sósíalistaforingja, til að flytja höfuðerindið á fundinum. Ég verð hins vegar að segja að mér þótti hann gera þetta mjög vel, ný og góð og róttæk nálgun. Ekkert galdrabrennutal en krafa um uppstokkun á kerfinu í anda yfirskrifatar fundarins: Kvótann heim! Þessu er ég sammála. Jóel A.
KVÓTAFUNDURINN Á AKRANESI Í ÞESSU HÚSI

KVÓTAFUNDURINN Á AKRANESI Í ÞESSU HÚSI

Í þessi glæsilega húsi á Akranesi, Gamla Kaupfélaginu , Kirkjubraut 11, fer fram Akranesfundurinn um kvótann: Gerum Ísland heilt á ný – kvótann heim í hádeginu laugardaginn 1. febrúar, klukkan 12-14. Sjá nánar hér...
SKESSUHORN GREINIR FRÁ KVÓTAFUNDI

SKESSUHORN GREINIR FRÁ KVÓTAFUNDI

Vefsíða Skessuhorns greinir í dag frá opna fundinum á Akranesi á laugardag um kvótakerfið sem sagt hefur verið frá hér á síðunni. Hann er í fundaröðinni til Róttækrar skoðunar og ber yfirskriftina: Gerum Ísland heilt á ný – kvótann heim! Frétt Skessuhorns er hér...  
SKESSUHORN UM HÁDEGSIFUND Á AKRANESI Á LAUGARDAG

SKESSUHORN UM HÁDEGSIFUND Á AKRANESI Á LAUGARDAG

Í dag birti Skessuhorn grein eftir mig þar sem ég kynni fyrirhugaðan fundum kvótann á  Akranesi á laugardag. Þar segir meðal annars:   “Nú stendur til að efna til fundar á Akranesi í Gamla Kaupfélaginu, næstkomandi laugardag …Ég leyfi mér að hvetja Skagamenn til að fjölmenna á fundinn og taka þátt í umærðu um þetta brennadi málefni sem Akranes þekkir svo vel af eigin raun. Fundurinn hefst klukkan tólf og stendur í tvo tíma …  Grenina má nálgast hér ...

GÓÐ UPPRIFJUN, GÓÐ SPURNING!

Afhverju var þessu máli ekki áfrýjað til Hæstaréttar á sínum tíma sem fjallað var um í þessari grein ,,Kvótakerfið hangir á bláþræði'' fyrir bráðum 14 árum ? Úgerðarmenn þorðu ekki með málið lengra því Hæstarréttur hefði líklega staðfest dóminn sem hefði líklega framkallað bankahrun 2 árum áður en bankahrunið varð flestum ljóst í okt. 2008  https://www.mbl.is/greinasafn/grein/1067864/ B aldvin Nielsen