Fara í efni
TIL HJÁLPAR Í NAMIBÍU – TIL TILBREYTINGAR

TIL HJÁLPAR Í NAMIBÍU – TIL TILBREYTINGAR

Birtist í helgarblaði Morgunblaðsins 21/22.12.19. og í Morgunblaðinu 23.2019. Rauði kross Íslands hefur ákveðið að efna til söfnunarátaks vegna neyðar af völdum þurrka og skógarelda í Namibíu. Af þessu tilefni lögðu margir við hlustir. Kannski vegna þess að í ljós hefur komið að Íslendingar hafa verið að skrifa sögu sína í því landi á sambærilegan hátt og nýlenduríki Evrópu skrásettu sína sögu með gjörðum sínum, einkum á nítjándu og tuttugustu öldinni, en einnig fyrir þann tíma og síðar, allt fram á okkar dag, um alla Afríku, víða í Asíu og Rómönsku Ameríku. Á nú að næla sér í syndaaflausn? Þetta voru ...
ÞRIÐJI LEKI OPCW - 20 RANNSAKENDUR ÓSÁTTIR VIÐ ÚTGEFNA SKÝRSU

ÞRIÐJI LEKI OPCW - 20 RANNSAKENDUR ÓSÁTTIR VIÐ ÚTGEFNA SKÝRSU

Þriðji leki Wikileaks um Efnavopnastofnun Evrópu (OPCW) vegna meintrar efnavopnaárásar í Douma, Sýrlandi, þann 07. apríl 2018 var  birtur   þann 14. desember. Íslenskir fjölmiðlar hafa ekkert fjallað um málið síðan Stundin birti leka 1 þann 24. nóvember. Hann grefur enn frekar undan trúverðugleika útgefinnar lokaskýrslu sem framkvæmdastjóri stofnunarinnar Fernando Arias hefur lýst stuðningi við þrátt leka   1 og 2 . Í nýjum leka kemur fram að 20 meðlimir rannróknarteymis á vegum FFM (Fact finding mission UN) í Douma hafi lýst yfir áhyggjum vegna breytinga sem gerðar voru á niðurstöðum þeirra í lokaskýrslu OPCW. Nýtt teymi sem var ...
GÓÐAR FRÉTTIR ÚR HEILBRIGÐISRÁÐUNEYTI

GÓÐAR FRÉTTIR ÚR HEILBRIGÐISRÁÐUNEYTI

Svandís Svavarsdóttir, heilbrigðisráðherra, var enn eina ferðina boðberi góðra tíðinda í dag þegar hún kynnti lækkun komugjalda í heilsugæslunni og aukinn stuðning við ýmsa hópa sjúklinga. Ráðherrann lét þess getið að stefnt væri að gjaldfrírri heilsugæslu á árinu 2021. Þessi vegferð hefur áður verið boðuð og má þar visa í sambærileg skref fyrir réttu ári. Sjá hér...
FRAMFÖR Í MANNRÉTTINDAMÁLUM Á ÍSLANDI

FRAMFÖR Í MANNRÉTTINDAMÁLUM Á ÍSLANDI

Birtist í Morgunblaðinu 17.12.19. Á desemberfundi ECRI nefndar Evrópuráðsins voru rædd þau skref sem Ísland hefur stigið til að mæta ábendingum nefndarinnar sem settar höfðu verið fram í skýrslu um Ísland í febrúar 2017.  ECRI er skammstöfun á ensku heiti nefndarinnar, European Commission against Racism and Intolerance, það er, nefnd sem beitir sér gegn kynþáttahatri og umburðarleysi.   ECRI nefndin hefur þann hátt á að ...

KAUPA SÉR EKKI EILÍFT LÍF

Fjárglæframönnum sú fylgir nauð, að ferðast með þýfi í pokum. Þó veraldar dvelji við dulbúinn auð, dauðinn það jafnar að lokum. Kári

KJÖRIÐ AÐ HAFA SJÓNVARPSSÖFNUN FYRIR NAMIBÍU

Væri ekki ráð að fá sjónvarpsstöðvarnar til að sameinast um að skapa vettvang fyrir söfnunina til Namibíu sem hafin er á vegum Rauða krossins? Íslendingar hafa sameinast um annað eins. Þetta væri hægt að gera á milli jóla og nýars! Jóel A.

ÆTLAST ÞAU TIL AÐ VERA TEKIN ALVARLEGA?

Stjórnmálamennirnir sem eru nýbúnir að stíga skref til að markaðsvæða raforkuna segja nú að tryggja þurfi rafmagnsinnviðina. Er það gert með því að færa markaðinum þessa innviði í hendur? Sú hefur verið þeirra barátta á undanförnum mánuðum. Ætlast þetta fólk til þess að vera tekið alvarlega? Sunna Sara

NAMIBÍUSÖFNUN ER FRÁBÆRT FRAMTAK

Það þarf að auglýsa betur söfnunarátakið gagnvart Namibíu. Öll þau sem ég hef rætt þertta við líst vel á að safna fé vegna þurrkanna í Namibíu. Góð leið til að sýna velvild Íslendinga í garð þjóðar sem hefur verið illa leikin af löndum okkar. Jóel A.

,,SPILLING Í SPARIFÖTUM”

Spillingin klæðist hér sparifötum spásserar um alþingi og á götum á peninga orga ríkið má borga og auðvalds Elítu ávallt mötum. ...  Höf. Pétur Hraunfjörð.
STYÐJUM ÞAU TIL AÐ KOMA LIST SINNI Á FRAMFÆRI!

STYÐJUM ÞAU TIL AÐ KOMA LIST SINNI Á FRAMFÆRI!

Hér eru á ferðinni listamenn sem mig virkilega langar til að mæla með. Ég sótti tvívegis tónleika sem þau héldu í sumar og haust, annars vegar í Hólakirkju í Skagafirði og hins vegar í Sigurjónssafni í Reykjavík.  Þessir tónleikar voru afbragsðgóðir, klassískur gítarleikur Ögmundar Þórs og söngur Hlínar.  Þau eru með hljómdisk í smíðum og síðan koma tónleikar. Því betur mun þeim ganga þeim mun meiri stuðning sem við veitum þeim.  Margir þekkja karolinafund söfnunarformið. Það skýrir sig sjálft þegar farið er inn á þessa ...