16.03.2020
Ögmundur Jónasson
Á hádegi í dag (þá var þessi mynd tekin) hafði Háskóli Íslands ekki látið loka spilavítum sem hann rekur undir því tælandi heiti Háspenna. Önnur mun heita Spennistöðin. Háskólahappdrættið vanvirðir þannig áskorun samtaka Áhugafólks um spilafíkn, Neytendasamtakanna, forseta ASÍ og formanns VR um að loka spilasölum og kössum á vegum happdrættisins tímabundið vegna COVID-19 veirunnar. Sama gildir um aðra rekstraraðila sem standa að Íslandsspilum, það er Rauða krossinn, Slysavarnarfélagið Landsbjörg og SÁÁ. Þessir aðilar fengu sams konar áskorun. Einhvers staðar mun hafa verið komið upp sprittbrúsum svo ...