Fara í efni
ÞEGAR ÁRNI STEINAR ÞÓTTI ÓGNA KVÓTAKERFINU

ÞEGAR ÁRNI STEINAR ÞÓTTI ÓGNA KVÓTAKERFINU

... Á rni Steinar hafði verið umhverfisstjóri Akureyrar í um 20 ár og mótað bæinn. Sem slíkur naut hann mikillar virðingar.  En jafnframt óvildar af hálfu þeirra sem féll ekki hve staðfastlega hann gagnrýndi fiskveiðistjórnunarkerfið. Svo fór að forstjórar Útgerðarfélags Akureyrarog Samherja fengu því framgengt að Árna Steinari var meinað að stíga í ræðustól en í stað hans var fengin Valgerður Sverrisdóttir, ráðherra. Hún sagði í ræðu sinni að nóg væri komið af gagnrýni í kvótakerfið. ...
HLUSTUM Á JÓN KRISTJÁNSSON

HLUSTUM Á JÓN KRISTJÁNSSON

Nú rifja það ýmsir upp að á undanförnum árum hefur Jón Kristjánsson, fiskifræðingur, margoft reynt að benda á hvernig Samherji hefur verið að sölsa undir sig fiskveiðiheimildir víðs vegar um heim – ekki aðeins hér á landi heldur um heimshöfin vítt og breitt  -  og að ekki hafi aðferðirnar alltaf verið til eftirbreytni, alla vega samkvæmt þeim lögmálum sem kennd eru í sunnudagaskólum. “Margoft reynt…” segi ég og á þá við að þótt Jón Kristjánsson hafi  ...

BJÖRT FRAMTÍÐ?

Björgólfur með barnslegt hjarta blygðunarleysi vill aumu skarta Þorstein vill verja mútur burt sverja og spillingu búa framtíð bjarta. ... Höf. Pétur Hraunfjörð.
ISAVIA: ER ENGINN Í MARKINU?

ISAVIA: ER ENGINN Í MARKINU?

... Um þetta var ekki spurt í fréttatímanum. Þó eiga að kvikna viðvörunarljós þegar einkaframkvæmd er annars vegar. Ég hélt að við værum komin það langt! En nú leyfi ég mér að stinga upp á því að ráðherrar verði spurðir um eftirfarandi ...

SÆKJA OG DÆMA Í EIGIN SÖK

Þvætti kemst á þurrt í Sviss, þangað svo flytur í pokum. Ákærir sjálfan þig sigurviss, sækir og dæmir að lokum. Kári
RÁÐUM REIKNINGSKENNARA ÚR HAGASKÓLA

RÁÐUM REIKNINGSKENNARA ÚR HAGASKÓLA

Birtist í helgarblaði Morgunblaðsins 23/24.11.19. Ég minnist samtals í aðdraganda bankahrunsins þar sem rætt var um ráðningu fjárfestingastjóra í lífeyrissjóði. Margir vildu finna klókan fjármálabraskara, aðila sem þekkti kerfið af eigin raun og innan frá, með öðrum orðum, sérhæfðan “fagmann”. Slíkir aðilar væru að vísu dýrir á fóðrum en á móti kæmi að þeir væru þyngdar sinar virði í gulli. Þeirra fag væri að græða. Einn þessara viðmælenda var ...
AUÐVITAÐ NÝTT NAFN ! HVÍLÍK HUGKVÆMNI !!

AUÐVITAÐ NÝTT NAFN ! HVÍLÍK HUGKVÆMNI !!

Miðvikudaginn 20. janúar les ég í blaði að til standi að breyta nafni utanríkisráðuneytisins. Nú skal það heita  utanríkis- og þróunarsamvinnuráðuneytið.  Ég nefni dagsetninguna því þetta er rétt eftir Namibíufréttirnar og frábært framlag Íslendinga til þróunarsamvinnu þar. Verst eins og Bjarni fjármálaráðherra segir, að landlæg spilling í Namibíu skuli hafa mengað engilhreina aðkomu Íslendinga að málum þar. En nafnbreytingin sýnir alla vega góðan ásetning Bjarna og Þorsteins Más um að koma fátækri þjóð inn í ...

VANDINN KOMINN Í HÚS

Samherji þjálfar svika gengi sárt bítur hungruð lús þetta höfum við vitað lengi vandinn er kominn í hús.   ... Höf. Pétur Hraunfjörð.

SAMHERJI VARLA SÉRTILFELLI

Ekki skal fella dóma fyrirfram í máli Samherja í Namibíu. En þáttur Kveiks og umfjöllun  Stundarinnar  um málið sýndist vel unnin, trúverðug og áhrifamikil. Málið er stórt hneyslismál í Namibíu ekki síður en hér og ráðherrar segja af sér svo það snýst áreiðanlega um raunverulega hluti. Hvað sem sannað verður um lögbrot og sekt í einstökum dæmum segir málið heilmikla sögu, m.a. um auð og arðrán, völd og valdaleysi.  Eftir því sem meira rúllast upp þetta mál mun íslenska eignastéttin kappkosta betur að stilla utanlandsrekstri Samherja upp sem algeru sértilfelli...
BREYTILEGT HVERJIR SNOBBA FYRIR SLETTUNUM

BREYTILEGT HVERJIR SNOBBA FYRIR SLETTUNUM

Á meðan útvarpsmaðurinn góðkunni, Ævar Kjartansson, kemur nærri hljóðnemanum hjá Ríkisútvarpinu er þeirri stofnun ekki alls varnað. Fjarri því.  Ef Ævar væri ekki að komast á aldur hefði hann verið kjörinn nýr útvarpsstjóri og þótt fyrr hefði verið!  Ævar hefur komið að gerð ótölulegs fjölda þátta á löngum starfsferli sínum, nú síðustu árin hefur hann stjórnað umræðuþáttum á sunnudagsmorgnum, sem síðan hafa verið endurteknir síðar.   Einn slíkur var í dag á dagskrá. Þar hafði Ævar fengið Gísla Sigurðsson, prófessor, til liðs við sig að ræða við Veturliða Óskarsson, prófessor við Uppsalaháskóla, um ...