Fara í efni

Greinasafn

Desember 2019

UPP Í KOK!

Stjórnin líður undir lok er lýkur þessu ári Saddur er ég uppí kok á Samherja fári. Höf. Pétur Hraunfjörð.
FRED MAGDOFF Í BÆNDABLAÐINU

FRED MAGDOFF Í BÆNDABLAÐINU

Bandaríski vísindamaðurinn,   Fred Magdoff , sem hélt fyrirlestur hér á landi fyrir skömmu í fundaröðinni,   Til róttækrar skoðunar , er mættur á nýjan leik, nú í ítarlegu viðtali við   Bændablaðið . Yfirskriftin er:   Skynsamlegur landbúnaður og kapítalismi fara ekki saman.  Ég leyfi mér að hvetja þau sem sjá þessi orð að kynna sér þetta viðtal og umfjöllun Bændablaðsins sem á þakkir skilið fyrir að standa vaktina eina ferðina enn fyrir skynsemi og opna og upplýsta umræðu. Viðtalið í Bændablaðinu er hér ...
LÝÐRÆÐINU BROTLENT

LÝÐRÆÐINU BROTLENT

Birtist í helgarblaði Morgunblaðsins 07/08.12.19. ... Sá sem þetta skrifar undirritaði fyrir mörgum árum eitt plaggið í þessari samningaseríu. En varla var blekið þornað fyrr en sýnt var að borgaryfirvöld myndu ekki standa við það. ... Nokkrum mánuðum síðar kom nýr innanríkisráðherra og nýr “samningur”, líka um að skoða veðurlag svo flytja mætti völlinn. Og enn kom nýr innanríkisráðherra. Sá vildi halda í völlinn en borgin fékk þá samþykkt í undarlegri niðurstöðu Hæstaréttar að sviksemi hennar væri þrátt fyrir allt lögmæt. Heyra var á samgönguráðherranum sem nú situr að ...
HERFLUGVÉLAR YFIR ÍSLANDI

HERFLUGVÉLAR YFIR ÍSLANDI

Sennilega er verið að bæta í bakkafullan lækinn með því að fjalla um   “loftrýmisgæslu”   NATÓ við Ísland, en síðustu gæslulotunni fer nú senn að ljúka. Ég hef séð að minnsta kosti tvær fréttir um málið. Eflaust hafa þær verið miklu fleiri. Flugsveitin, sem er frá breska flughernum, telur 120 manns og hefur á að skipa fjórum þotum af gerðinni Eurofighter Typhoon. Í Fréttablaðinu á miðvikudag er haft eftir foringjanuum ...

ÞAÐ GETUR ALDREI ÞÓTT GÓÐ LÖGFRÆÐI AÐ SELJA ÞAÐ SEM MENN EIGA EKKI

...  Það er að sjálfsögðu allt rétt athugað sem Styrmir Gunnarsson segir um tilurð framsals í sjávarútvegi. Hann bendir á þá staðreynd að framsalið komst á í stjórnartíð félagshyggjuflokka, með  lögum nr. 38/1990 . Ýmsir vöruðu við þessu á þeim tíma. Meðal þeirra var fólk í minnihluta sjávarútvegsnefndar Alþingis. Um þetta sagði m.a. ...

FANGELSUN EÐA FLÓTTI

Hér yfirstéttin er ávalt hyllt og hafin upp til skýja Landið er orðið lúið og spillt líklega best að flýja. Höf. Pétur Hraunfjörð.
BÓNDINN OG GRANNAR HANS: SVONA EIGA MENN AÐ VERA!

BÓNDINN OG GRANNAR HANS: SVONA EIGA MENN AÐ VERA!

Fréttablaðið átti eina skemmtilegustu frétt síðustu daga, ef ekki þá skemmtilegustu. Hún fjallar um ungan bónda, Kristófer Orra Hlynsson, sem nýlega hóf búskap norður í Fljótum í Skagafirði á býli sem áður hafði verið í eyði. Í fréttinni segir frá dugnaði og bjartsýni hins unga manns, nýfundinni ástinni  („hún hefur sem betur fer gaman af búskapnuum…” ), en líka frá viðtökunum í sveitinni ...
OF EÐA VAN: FJÖLDAFANGELSUN EÐA FLÓTTI

OF EÐA VAN: FJÖLDAFANGELSUN EÐA FLÓTTI

Ég er hjartanlega sammála   Andra Snæ Magnasyni   þegar hann spyr í bók sinni   Um tímann og vatnið   hvort Ísland eigi að vera   “mús sem læðist”   eða hvort okkur beri “ skylda til að styðja þá sem eru undirokaðir.”  Svar Andra Snæs er afdráttarlaust eins og við var að búast. Þess vegna segir hann að hlálegt hafi verið að sjá leiðtoga landsins leggja á flótta við komu   Dalai Lama   andlegs leiðtoga Tíbet hingað til lands vorið 2009.   “Mér þótti flótti ráðamanna umhugsunarverður, hver er tilgangur sjálfstæðis Íslands eða lýðræðisþjóða almennt ef þau standa ekki með rétti hins veika andspnis hinum sterka...

BJARNI HLÝTUR SPILLINGARVERÐLAUNIN

Spilltir leika landann illa mútuveröld lifum í  Tortóla banka-bækur fylla og Bjarni er líka í því. ... Höf. Pétur Hraunfjörð.

ORKUPAKKAR OG KVÓTI

Það sinnir ekki þjóðarvakt, það við skulum muna. Alþingi gengur alveg í takt, við íslensku mafíuna. ... Kári