Fara í efni

HERFLUGVÉLAR YFIR ÍSLANDI

katrín á NATÓ fundi.png

Sennilega er verið að bæta í bakkafullan lækinn með því að fjalla um “loftrýmisgæslu” NATÓ við Ísland, en síðustu gæslulotunni fer nú senn að ljúka. Ég hef séð að minnsta kosti tvær fréttir um málið. Eflaust hafa þær verið miklu fleiri.   

Flugsveitin, sem að þessu sinni er frá breska flughernum, telur 120 manns og hefur á að skipa fjórum þotum af gerðinni Eurofighter Typhoon. Í Fréttablaðinu á miðvikudag er haft eftir foringjanum:
„Þetta er friðartíma verkefni og engin ákveðin ógn, en við erum alltaf vopnaðir í loftinu.”

Ekki hefur komið fram hve oft var tekið á loft í þessu vopnaða friðarflugi.

Sennilega náðist ekki í talsmenn ríkisstjórnarinnar til að fá þá til að segja okkur hve mikið yrði plantað til að jafna kolefnissporið. Hins vegar kom fram að forsætisráðherra Ísands hefði sótt góðra-vinafund með NATÓ-félögum sínum í vikunni. Þar hefði verið vikið að loftslagsmálum.

Gott er til þess að vita.

orrustuþ2.png