Fara í efni

Greinasafn

2016

SIÐBÚIN HEIFT

Var að lesa þessa frétt á Hringbraut: http://www.hringbraut.is/frettir/ruv-skridur-fyrir-evu-joly-enn-a-ny Er þetta eki svoldið síðbúin heift? Er það vegna þess að grunur leikur á að Eva Joly kunni að styðja Pírata? Sjálfum finnst mér ekkert órökrétt við að hún geri það – úr því sem komið er.
Andres Bjornsson

UM FRAMFARIR OG FRAMFARAMENN

Sannast sagna hélt ég að Ómar vinur minn Ragnarsson, sá góði maður, skildi gráglettinn húmor, öðrum mönnum fremur.
Evrópuráðið - 8

FRÁSÖGN AF ÞINGI EVRÓPURÁÐSINS Í STRASBOURG

Fréttin frá ársfjórðungsþingi Evrópuráðsins sem ég sat fyrir hönd Alþingis í Strasbourg í síðustu viku, þótti mér vera ákall þeirrar nefndar þingsins sem fjallar um félagsmál, að Evrópusambandið skrifi að sinni ekki undir CETA samninginn (Comprehensive Economic Trade Agreement) við Kanada: http://assembly.coe.int/nw/xml/News/News-View-EN.asp?newsid=6375&lang=2&cat=133    . Markaðsvæðingarsamningar . . Þessi samningur er úr sömu „fjölskyldu" og Tisa og TTips markaðsvæðingarsamningarnir sem oft hefur verið fjallað um á þessari síðu, en þessir samningar byggja á tilraunum ríkustu þjóða heims (þar á meðal Íslands) að fara á bak við fátækustu ríkin sem ekki vildu samþykkja GATS fríverslunarsamningana en stilla þeim síðarnefndu síðan upp við vegg gagnvart gerðum hlut.

FREKAR ÞRJÁR MÍNÚNTUR EN ÞRJÁ TÍMA EF INNIHALDIÐ ER Í LAGI!

Ég tek undir með Sigríði Einarsdóttur hér á síðunni að mér finnst skipta meira máli hvað menn segja á Alþingi og hvaða afstöðu þeir taka en hversu lengi þeir eru tilbúnir að standa í pontu.
MBL

ÞEGAR EITTHVAÐ VERÐUR AÐ EINHVERJU

Birtist í Morgunblaðinu 15/16.10.16.. Þingi hefur verið slitið og kosningar nálgast. Val á stjórnmálamönnum skiptir miklu máli því störf þeirra eru mikilvæg og getur verið örlagaríkt hvernig þeim tekst upp í verkum sínum.

GLEYMDIR BJARTRI FRAMTÍÐ

Í skrifum þínum um Viðreisnarkrata, sem þú sérð allt til foráttu og telur ekki vera heilsusamlegan pólitískan kokteil, eins og þú orðar það, þá þykir mér þú gleyma Bjartri Framtíð eða hvernig myndir þú skilgreina þann flokk?. Sunna Sara . . . Sæl Sunna Sara . Ég myndi skilgreina BF sem hægri krata.

MÁLÆÐISKEPPNIN Á ÞINGI

Ekki skil ég í þér að láta þessi fráleitu níðskrif um sjálfan þig standa hér á heimasíðunni þinni eins og frá þessum eða þessari sem segist vera kjósandi VG og verði fegin(n) að losna við þig af þingi vegna þess að þú talir ekki út í eitt! . Þetta er einhver fáránlegasti mælikvarði á dugnað sem ég hef heyrt.
Fyllibyttan

HVORIR ERU BETRI SÓSÍALDEMOKRATAR EÐA VIÐREISNARKRATAR?

Hvað sem segja má um sósíaldemókrata eru þeir þó illskárri en Viðreisnarkratar. Nú heyrum við að Viðreisnarkratar vilji selja aðgang að náttúruperlum.

SVARAÐU NÚ

Sæll Ögmundur. Það hefur lítið heyrst frá þér um Venezuela eftir að þú skrifaðir pistla undir fyrirsögnum á borð við ,Lýðræðissinnar fagna úrslitum í Venezuela" og ,,Fróðlegur fundur um Venezuela" Hygg að það ætti erindi við dygga lesendur síðunnar ef þú gætir varpað frekara ljósi á ástæður vöruskorts, hækkandi glæpatíðni, óðaverðbólgu og a.m.k.

ÖMURLEGUR ÞINGMAÐUR?

Er ekki hálfömurlegt að vera að fara út af þingi með þá einkunn að þú sért í hópi þeirra sem greiða sjaldnast atkvæði í þinginu og þá umsögn félaga þinna að þú stundir ekki vinnu þína eins og kom fram í þinginu samkvæmt sjónvarpsfréttum sem í gær birtu búta úr ræðum þingmanna VG? Ertu ekki bara ömurlegur þingmaður? Ég verð ánægðari kjósandi VG án þín.