Fara í efni

Greinasafn

Apríl 2014

Ögmundur á Evrópuráðsþingi

ÚKRAÍNA, SNOWDEN OG FÁTÆK BÖRN Á ÞINGI EVRÓPURÁÐSINS

Þing Evrópuráðsins í Strasbourg, sem stóð 7. til 11. apríl síðastliðinn var óvenjulegt að einu leyti, nefnilega því að allt féll í skugga eins máls: Úkraínu.

FLUGVALLARLANDIÐ VERÐI TEKIÐ EIGNARNÁMI

Sæll Ögmundur. Margir í borgarstjórn vilja ólmir að Reykjavíkurflugvöllurinn fari úr vatnsmýrinni, Reykjavíkurflugvöllurinn og staðsetning hans er ekkert einkamál Reykvikinga og heldur ekki borgarstjórnar, Ég vil beina því til þingmanna og ráðherra að ríkið taki landskika borgarinnar í Reykjavíkurflugvellinum eignarnámi þannið að borgarstjórn geti ekki einhliða flutt hann.
Brautarholtskirkja 2014

ÉG-LEYSINU HAFNAÐ Í BRAUTARHOLTI

Séra Gunnar Kristjánsson, prófastur Kjalarnessprófastsdæmis, predikaði í Brautarholtskirkju í dag og var messunni útvarpað.
Óskar Ker eigandi

FYRST TÓKU ÞAU SJÓINN, NÚ Á AÐ TAKA NÁTTÚRUNA!

Óskar Magnússon, „eigandi" Kersins opnaði sig á Bylgjunni í dag. Það var fróðlegt á að hlýða.  Hann segir greinilegt að menn (þ.e.

NÁTTÚRUPERLUR VERÐI LÝSTAR ALMANNAEIGN

Ég er fylgjandi þeirri hugmynd að með lagasetningu verði allar helstu náttúruperlur landsins lýstar almannaeign undir eftirliti, vernd og umsjá opinberra aðila.
Geysir - ómælt tjón

ÓMÆLT TJÓN VEGNA ANDVARALEYSIS !

Loksins kom úrskurðurinn í dag um að gilda lögbannskröfu ríkisins á löglausa og siðlausa gjaldtöku við Geysi.
Geysir - Steingrímur með sög

STEINGRÍMUR OG SÖGIN

Hér má sjá Steingrím Gunnarsson, leiðsögumann, ásamt Stefáni  Þorvaldi Þórssyni, landfræðingi, mér og Þóri Garðarsyni, framkvæmdastjóra Allrahanda við Geysi í Haukadal í gær eftir að Þórir hafði opnað efra hliðið með því að saga í sundur  keðju eina mikla, sem þar hafði verið sett, til að ferðafólk ætti ekki annarra kosta völ en fara um neðra hliðið þar sem rukkararnar stilltu sér upp.
Geysisposinn

HÁLF TVÖ VIÐ GEYSI Í DAG!

Enn er rukkað við Geysi í Haukadal. það er í senn ólöglegt og siðlaust. Fólk er þegar byrjað að kæra sem betur fer.
DV - LÓGÓ

Á AÐ LÁTA GRÆÐGINA EYÐILEGGJA ALLT?

Birtist í DV 11.04.14.. Ísland fór á hliðina þegar græðginni var gefinn laus taumurinn. Svo einfalt var það. Og nú blasir þetta við að nýju að græðgi nokkurra landeigenda er á góðri leið með að eyðileggja ferðþjónustuna á Íslandi.

MEINAÐ AÐ LEGGJA FRAM KÆRU

Sæll Ögmundur og takk fyrir frumkvæði þitt í að verja almannarétt. Þessi réttur byggir á fornri hefð, þó hann sé lítillega þrengdur í gildandi náttúruverndarlögum.