Fara í efni

Greinasafn

Desember 2011

SÖNNUNINA AÐ FINNA Í HEIÐARDAL

Sæll.. Ég er ekki stuðningsmaður VG,enn stið þig heilshugar í Grímstaðarmálinu. Það á aldrei að selja land,Heiðardals salan sannar það.. A.S.

200% SÖNNUNARBYRÐI!

Sæll Ögmundur: Mig langar til að þakka þér fyrir vel ígrundaða ákvörðun varðandi sölu Grímsstaða. Eva Joli var í þætti Egils Helgasonar á dögunum.

SÍÐASTA GRÁÐUGA BARNIÐ ENN ÓFÆTT!

Ég tók þátt í fundum með fulltrúum frá þjóðum landanna á Balkanskaga fyrr á þessu ári. Hvað eftir annað kom fram hjá þeim að í hugum þeirra væri íslenskt samfélag að öllu leyti þróaðra samfélag en í löndum Balkanskagans.

NÓG KOMIÐ

Sæll Ögmundur .. Ég get ekki sagt annað en það að mikið er ég stoltur af því að menn eins og þú standir upp á móti straumnum og segir hingað og ekki lengra.
HURÐ SKALL NÆRRI HÆLUM!

HURÐ SKALL NÆRRI HÆLUM!

Árni Páll Árnason, efnahags- og viðskiptaráðherra, hefur lagt fram þingsályktunartillögu um stefnu íslenskra stjórnvalda gagnvart erlendri  fjárfestingu.

SYSTUR TVÆR

Siðleysi og græðgi, systur tvær.. Svört er tungan, beittar klær.. Úr glyrnum illum grimmdar él.. Glúpnar örn við Þursasker.. Hreinn K

HEILBRIGÐ SKYNSEMI BREGST EKKI!

Með þakklæti fyrir skynsamlega ákvörðun varðandi Grímsstaði á Fjöllum. Það á ekki að selja landið til útlendinga, heldur eiga þeir að eiga það sem búa í landinu.

EKKI LÁTA HRÆÐA ÞIG!

Heiður og sómi. Kærar þakkir Ögmundur fyrir rétta ákvörðun. Gott að þú virðir lögin. Láttu ekki Samfylkinguna hræða þig, það eina sem þeir vilja er að gefa Ísland burtu.

ÞAKKIR

Ég er Íslendingur búsett erlendis og er mjög þakklát að salan á landinu til Kínverja gekk ekki i gegn. Ég vona að lögum verði ekki breytt þvi landið er líitð og fólk áttar sig seint a þvi hve krumlan er stór og hve mkill skaði gæti verið hérna fyrir þjóðina.

EKKI AFTUR TEKIÐ!

Blessaður og sæll Ögmundur.. Ég er ánægð með að þú ferð eftir settum lögum en segir ekki að þau séu "börn síns tíma" eins og "sumir" nota óspart ef lög eru þeim eða vinum þeirra í óhag, og komast upp með það! Enn og aftur undrast maður að græðgin heltaki fólk svo, að það sjái ekki augljósar afleiðingar af óðakaupum erlendra fjárfesta á landinu okkar! Við skulum ekki halda að það sé fyrir okkur gert! Það er kominn tími til, þó fyrr hefði verið, að hugsa áður en það er framkvæmt.