Frjálshyggjuflokkarnir eru illa að sér í fjármálum, einsog þjóðin veit núna. Nýjasta dæmið birtis í því að þeir halda að erlend fjárfesting, sé það að lána útlendingum peninga.
Fundur með forstjórum heilbrigðisstofnana landsins í gær um fjárlög komandi árs var að mínum dómi góður. Heilbrigðiskerfið stendur frammi fyrir miklum niðurskurði ofan á þann gríðarlega samdrátt sem þegar er orðinn á þessu ári.
Getur vinstri stjórn, sem vill láta taka sig alvarlega sem velferðarstjórn í anda norrænnar jafnaðarstefnu, byrjað á því að skerða kjör ellilífeyrisþega og öryrkja? Ég svara þeirri spurningu afdráttarlaust neitandi.
Ein einföld spurning. Er Steingrímur viljalaust handbendi Franek landsstjóra AGS? Ástæða þess að ég spyr þessarar einföldu spurningar, er sú að án svars við henni get ég ekki myndað mér skoðun á því hvert VG stefnir.
Í bréfi lesanda hér á síðunni er nýjustu skýrslu OECD um Ísland, líkt við gamanfarsa. (sbr. Ferðaleikhús OECDhttp://www.ogmundur.is/fra-lesendum/nr/4743/.