Fara í efni

Greinasafn

Mars 2007

ÓÁBYRG STEFNA VG Í UMHVERFISMÁLUM?

Skrítið með VG hve þeir eru mikið á móti "Renewable energy sources" í anda "Sustainable Development" og þar ber hæst andstaða við vatnsorku okkar Íslendinga.

ÁBYRG STEFNA VG Í UMHVERFISMÁLUM

Í framhaldi af bréfi Sveins hér á síðunni vil ég taka undir með þér Ögmundur að því fer fjarri að við séum á móti sjálfbærri nýtingu vatnsorku til raforkuframleiðslu, hvorki hér á landi né annars staðar.

AÐ LOKA HAFNARFIRÐI - PENINGAAUSTUR ALCAN - ER ÞETTA LÝÐRÆÐI?

Þriggja  spurninga vildi ég spyrja allra vinsamlegast þegar það eru tvær vikur í atkvæðagreiðsluna í Hafnarfirði:1.
ÞRJÁR SPURNINGAR SIGURÐAR – ÞEIM VERÐUR AÐ SVARA !

ÞRJÁR SPURNINGAR SIGURÐAR – ÞEIM VERÐUR AÐ SVARA !

Í bréfi Sigurðar Bjarnasonar til heimasíðunnar er spurt þriggja grundvallarspurninga. Í fyrsta lagi telur Sigurður að með stækkun álversins væri Hafnarfjörður að loka fyrir þróun byggðar sem teldi 20 til 30 þúsund manns og "fórna strandlengjunni og hraununum suður á bóginn fyrir álverið." Og Sigurður spyr: Hvers vegna "tapa þróunarsamkeppni byggðarlaga á höfuðborgarsvæðinu fyrir Gunnari Birgissyni?"  Í öðru lagi spyr Sigurður hvort ekki hafi verið settar reglur um hámarksgreiðslur stjórnmálaflokkanna í kosningaáróður? "Hvernig má það þá vera að auðhringurinn fær að sáldra um sig gullinu eins og ekkert sé?"  Í þriðja lagi spyr Sigurður um lýðræðið.: "Er það lýðræði að sá sem efnir til atkvæðagreiðslunnar það er meirihluti bæjarstjórnar Hafnarfjarðar komist upp með að hafa ekki skoðun? Hvernig liti það út ef Sjálftæðisflokkurinn nú í aðdraganda kosninganna hefði ekki skoðun og segði: Ég ætla að sjá útkomuna úr kosningunum; þá segi ég ykkur hvað ég á að gera.
VILDU LÖGÞVINGA VEGAGERÐINA TIL AÐ EINKAVÆÐA ALLA STARFSEMI SÍNA!

VILDU LÖGÞVINGA VEGAGERÐINA TIL AÐ EINKAVÆÐA ALLA STARFSEMI SÍNA!

Á síðustu dögum og klukkutímum þinghaldsins hefur verið tekist á um ýmis mál og tókst stjórnarandstöðunni að koma í veg fyrir samþykkt nokkurra mjög umdeildra mála og knýja fram breytingar á öðrum.
UM HUGTAKANOTKUN OG AUÐMANNAÓTTA Í ELDHÚSI ALÞINGIS

UM HUGTAKANOTKUN OG AUÐMANNAÓTTA Í ELDHÚSI ALÞINGIS

Gott kvöld, góðir landsmenn.Tíminn er afstæður. Tólf ár eru ekki langur tími í sögu þjóðar. 12 ára stjórnarseta Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks er hins vegar langur tími - alltof langur tími! Vissulega hefur ýmsu þokað fram á við á þessum þremur kjörtímabilum – í sumum tilvikum fyrir tilstilli stjórnvalda – oftar þó þrátt fyrir þau.

EKKI ÞINGMANNAFRUMVARP HELDUR ÞEIR GEIR OG JÓN

Þú talar um þingmannafrumvarp þeirrra Jóns og Geirs. Síðan hvenær er Jón Sigurðsson alþingismaður? Ég taldi að hans eina von Jóns Sigurðssonar yrði að vera tosaður inn á eyrunum sem uppbót af Guðna Ágústssyni í næstu kosningum!Kv.

VERUM ANDVÍG STÆKKUN !

Við Vinstri græn höfum lagt ríka áherslu á að nóg sé komið í virkjunar- og stóriðjumálum. Við eigum að vinna að skipulagsmálum í sátt við umhverfi, íbúa, menningu, sögu og ekki síst með komandi kynslóðir í huga.
GESTUR, DV, GUÐRÚN ÁGÚSTA...ER HINUM SAMA?

GESTUR, DV, GUÐRÚN ÁGÚSTA...ER HINUM SAMA?

Mér finnst DV eiga lof skilið fyrir að birta grein Gests Svavarssonar sem birtist í Morgunpósti VG í fyrradag og var vísað til hér á síðunni í gær.
KRAFA HAFNFIRÐINGS: ALCAN LÁTI OKKUR Í FRIÐI !

KRAFA HAFNFIRÐINGS: ALCAN LÁTI OKKUR Í FRIÐI !

Gestur Svavarsson skrifar í dag grein í Morgunpóst VG, sem verður að fá umræðu í þjóðfélaginu. Greinin nefnist Svört tíðindi í sögu lýðræðis.