Ég vil bara benda á þegar sveitafélög eru að selja eða bjóða út vélmiðstöð, sorphreinsun og fl., þá er oftar en ekki verið að henda út af vinnumarkaði fólki með takmarkaða starfsorku.
Segðu mér Ögmundur, eiga einhverjir stór-jarðröskunarmenn úr bandarískum kvikmyndaiðnaði að komast upp með að hóta íslenskum fréttamönnum? Hver leyfir þetta eiginlega, eru það núverandi stjórnvöld, ofan á allt? Vonandi fara íslenskir kjósendur að átta sig á hvers konar endemis liðleskjur stýra landinu.
Merkilegt er að þegar ég áðan opnaði heimasíðu þína Ögmundur, þá höfðum viðhér í Snotru verið að ræða um það sama, nema við gleymdum Múnkhásen barón.Vissulega er það gleðilegt að Bakkabræður og Múnkhásen hafi sameinast ríkisstjórn Íslands.
Þá er Páll Magnússon orðinn útvarpsstjóri. Vonandi klárar hann sig í því starfi. Ekki þótti mér lofa sérlega góðu að hann fór að lofa umdeilt frumvarp menntamálaráðherra.
Þakka þér fyrir að vekja athygli á Vélamiðstöðinni hér um daginn. Nú þegar tilboð hafa verið opnuð vil ég minna á orð þín: “Reykjavíkurborg er ekki skuldbundin að taka neinu tilboði sem berst.
Ég var að lesa pistil þinn um næsta útvarpsstjóra og er þér að mörgu leyti sammála, nema hvað ég teldi heppilegra að útvarpsstjóri kæmi ekki úr heimi stjórnmálanna.
Samkvæmt nýrri skoðanakönnun sem Ker hf og Vátryggingafélag Íslands gerðu fyrir Framsóknarflokkinn í gærkvöldi er flokkurinn með um 90% fylgi en aðrir flokkar talsvert minna.
Mikið er ég sammála gagnrýni þinni á hugmyndir sem fram hafa komið á hugsanlegt leðitogaprófkjör í R-listanum, í svari þínu til Hafsteins í lesendadálkinum í fyrradag.