Fara í efni

Frá lesendum

MÚTUR VIL ÉG EKKI Í MINN VASA

Það er fallegt af þér Ögmundur að bera blak af þeim aðilum sem eru að fá sölupeninginn af Símanum og eru flaðrandi upp um ríkisstjórnina af ánægju, þakklæti, bukti og beygju.

ÁLFAR OG ÁLVER – HVER ER MUNURINN FYRIR LAND OG ÞJÓÐ?

Blessaður Ögmundur. Á sínum tíma, er ég var barn að aldri, trúði ég á álfa. Hvernig átti heldur annað að vera, ég sá þá með eigin augum út um allar koppagrundir, í hverjum hól og kletti, já í hverjum einasta grjóthnullungi á æskustöðvum mínum vestur í Trékyllisvík.

KRÓNAN HÆTT AÐ VEITA UPPLÝSINGAR UM STÖÐU HAGKERFISINS

Blessaður.Ágætis grein um fjármál og vexti frá þér. Þessi vandamál væru ekki þau sömu ef við hefðum vit á að vera með í Evrunni.

VERÐUR KANNSKI “LAUGARDAGSKVÖLD MEÐ VILLA” Í VETUR?

Það verður ekkert “Laugardagskvöld með Gísla Marteini” í sjónvarpinu í vetur, því miður fyrir okkur eldri borgarana sem áttum þar hauk í horni og gleðinnar fasta punkt í annars dapurlegri dagskrá Ríkissjónvarpsins.Gilli sækist nefnilega eftir því, enda þjóðþekktur orðinn af góðu einu, að verða borgarstjóraefni Sjálfstæðisflokksins í komandi kosningum.

SPURT UM KJÖR ALDRAÐRA

Munið þið reyna að komast í ríkisstjórn í næstu kosningum, og hvað ætlið þið að gera í málum aldraðra?Ólafía Margrét ÓlafsdóttirÞakka þér þessa fyrirspurn Ólafía.

ÚTBOÐ Á KOSTNAÐ STARFSFÓLKS

Ég vil bara benda á þegar sveitafélög eru að selja eða bjóða út vélmiðstöð, sorphreinsun og fl., þá er oftar en ekki verið að henda út af vinnumarkaði fólki með takmarkaða starfsorku.

HERNAÐARÁRÓÐUR FRAMLEIDDUR Í KRÝSUVÍK

Segðu mér Ögmundur, eiga einhverjir stór-jarðröskunarmenn úr bandarískum kvikmyndaiðnaði að komast upp með að hóta íslenskum fréttamönnum?  Hver leyfir þetta eiginlega, eru það núverandi stjórnvöld, ofan á allt?  Vonandi fara íslenskir kjósendur að átta sig á hvers konar endemis liðleskjur stýra landinu.

MÚNKHÁSEN OG BAKKABRÆÐUR SAMEINAST

Merkilegt er að þegar ég áðan opnaði heimasíðu þína Ögmundur, þá höfðum viðhér í Snotru verið að ræða um það sama, nema við gleymdum Múnkhásen barón.Vissulega er það gleðilegt að Bakkabræður og Múnkhásen hafi sameinast ríkisstjórn Íslands.

NÝSKIPAÐUR ÚTVARSPSSTJÓRI SETUR EKKI LANDSLÖG

Þá er Páll Magnússon orðinn útvarpsstjóri. Vonandi klárar hann sig í því starfi. Ekki þótti mér lofa sérlega góðu að hann fór að lofa umdeilt frumvarp menntamálaráðherra.

BÖRN LÁTIN AUGLÝSA ÁFENGI

Sæll ÖgmundurÉg er hjartanlega sammála þessari auglýsingu, sem þú ert með á síðunni um að sniðganga áfengissala sem auglýsa áfengi þvert á landslög.