Fara í efni

Frá lesendum

UM EFTIRLAUNAFORRÉTTINDI ÞINGMANNA OG RÁÐHERRA

Sæll Ögmundur. Ég vildi benda þér á frétt í Fréttablaðinu 5. janúar og gera athugasemd við hana: Í fréttinni segir: "Eftirlaunafrumvarpið varð umdeilt og þá sérstaklega sú staðreynd að ráðherrar og þingmenn gætu hafið töku eftirlauna þó að þeir væru í fullu starfi hjá hinu opinbera." Þetta er röng fullyrðing.

ÁRAMÓTAVEISLA

Sæll Ögmundur.Það eru orðnir nokkrir mánuðir síðan ég hafði samband við þig síðast. Ástaðan er einföld.

SÓKNIN INN Á MIÐJUNA OG ÝMIS KONAR ÞRÁHYGGJA

Athyglisverður pistill hjá S. Pálssyni. ( Hér er vísað í lesendabréf hér á síðunni 15/12, sjá slóð að neðan ÖJ) Ef mig brestur ekki athygli og minni, byrjaði þessi frasakennda síbylja um "sókn inn á miðjuna" í Staksteinum i miðri prófkjörsbaráttu sjálfstæðismanna í Reykjavík.

ÞÖRF Á MEIRI UMFJÖLLUN UM UMHVERFISMÁL

Sæll Ögmundur Mér finnst margt af því sem þú tekur til umræðu hér á síðunni athyglisvert en mér finnst þó áberandi að umfjöllun um umhverfismál er allt of lítil.

MÁNUDAGUR Í LÍFI IÐNAÐARRÁÐHERRA: HAMINGJUÓSKIR TIL BECHTEL OG SKEMMTILEG KVÖLDSTUND Í BOÐI ALCAN

Að öllu jöfnu hef ég engan áhuga á að fylgjast með lífi Valgerðar Sverrisdóttur. En hún er nú einu sinni iðnaðarráðherra og kemur fram fyrir hönd okkar allra sem slík.

ERU FRAMSÓKN, SAMFYLKING, FRJÁLSLYNDIR OG SJÁLFSTÆÐISFLOKKUR MIÐJUFLOKKAR?

Heill og sæll Ögmundur !Það er nokkuð síðan ég hef skrifað þér og nú langar mig til að ræða eitt atriði.

HVER ER ÍSKARÍOT?

Ég sá í sjónvarpinu nokkra menn, þétta á velli, ganga inn kirkjugólf í Grafarvogi. Þar sem þeir röltu inn í helgidóminn drúptu þeir höfði eins og í lotningu, eða var þetta teikn að ofan, merki um hversu mjög mennirnir voru bugaðir, eða kannski auðmjúkir.

EINKAVÆTT RAFMAGNSEFTIRLIT Í VERKI?

Sæll og blessaður! Það sló út hjá ykkur rafmagninu í þinginu í vikunni. Hvernig væri að spyrja Valgerði, iðnaðarráðherra  um úttekt á rafkerfi Alþingishússins,  hvort ekki sé munur að hafa nú "eðlilegt" rafmagnseftirlit í landinu, eftir að það var markaðasvætt.

ÓVÆGIN GAGNRÝNI VALGERÐAR!

Sæll Ögmundur.Þar kom að því að Valgerður Sverrisdóttir, iðnaðarráðherra, léti stjórnarndstöðuna fá það óþvegið.

SÉRÍSLENSK RÉTTLÆTING?

Sæll Ögmundur. Ég vildi vekja athylgi þína á leiðara í Morgunblaðinu 28. nóv. þar sem verið var að prófa nýja söguskoðun, sem gengur út á að réttlæta innrásina í Írak.