
TÖLVUPÓSTURINN - NÝTT DAGBLAÐ MEÐ NÝJAR OG BREYTTAR ÁHERSLUR
28.09.2005
Ánægjuleg viðbót við íslenska fjölmiðlaflóru barst inn um bréfalúguna hjá mér í morgun. Þetta er auðvitað dagblaðið Tölvupósturinn en ritstjóri og jafnframt eini starfsmaður þess er hinn þjóðkunni doktor Jón Samúelsson kerfisfræðingur og tölvugúrú frá Þjófabóli í Aðaldal.