Í tengslum við sérdeilis ósvífna valdníðslu við val og ráðningu fréttastjóra á fréttastofu RÚV laust því niður í kollinn á mér að ráðning Auðuns Georgs Ólafssonar væri svona álíka ráðstöfun og að dómsmálaráðherra mundi – að undangengnu vandlegu forvali milli hinna hæfustu manna - skipa Lalla Johns í embætti lögreglustjórans í Reykjavík.
Ég hlustaði á þig á Talstöðinni í gær Ögmundur og er sammála þér að fráleitt er fyrir Framsóknarflokkinn að reyna að hvítþvo sig af ráðingarmálinu í RÚV þótt það kunni að vera rétt að sá nýráðni sé ekki flokksbundinn framsóknarmaður og að ákvörðun hafi ekki verið tekin á þingflokksfundi Framsóknar.
Kæri Þjóðólfur.Enda þótt mér þyki nú orðið afar hvimleitt að lesa greinar eftir fólk sem einhverra hluta vegna kýs að skýla sér á bak við dulnefni, (bendi hér með Ögmundi á að óska eftir því við sína penna að þeir skrifi undir nafni) þá finnst mér rétt að svara þér fáeinum orðum og játa um leið að þú hefðir vel mátt vera miklu fyndnari á minn kostnað.
Sæll Ögmundur.Þakka svar. Ég er sammála þér um að fjölmiðlar hafi vanrækt skyldu sína vegna hlutverksins sem þeir þykjast stundum hafa og kallast að veita stjórnmálamönnum og fyrirtækjum aðhald.
Sæll Ögmundur.Ég hef stundum undrast þá miklu umræðu sem oft sprettur upp á hinum Norðurlöndunum þegar uppvíst verður að stjórnmálamenn þar eru nátengdir fyrirtækjum.