Fara í efni

Frá lesendum

TAKIÐ YKKUR TAK

Sæll Ögmundur Þetta er nú ekki beinlínis bréf til síðunnar í eiginlegri merkingu þess orðs, heldur frekar ádrepa til þín og samráðherra þinna.

HVAÐ ÞARF TIL AÐ ICESAVE FARI Í ÞJÓÐARATKVÆÐA-GREIÐSLU?

Sæll Ögmundur. Ég vil fá að spyrja þig hvað þarf til, til að þú gefir því atkvæði þitt að setja Icesave málið í þjóðaratkvæðisgreiðslu? Og hver er skoðun þín, viltu fá málið í þjóðaratkvæði? . Kv.. Ágúst. . Ég mun ekki greiða því atkvæði á Alþingi að Icesave fari í þjóðaratkvæðagreiðslu. Þú spyrð um hvað þurfi til þess að mínu mati, að Icesave fari í þjóðaratkvæðagreiðslu.  Ég hef marglýst þeirri skoðun minni að ef verulegur hluti kjósenda krefst þjóðaratkvæðagreiðslu - ég hef stundum nefnt 20% - þá eigi að verða við slíkri kröfu.

MUNDU MIG - ÉG MAN ÞIG

Ágæti Ögmundur. Ég er sammála Hreini K. og Helga að samráð pólitísku yfirstéttarinnar í Icesave málinu ... frá A til Ö .

TIL ÖRYGGIS?

Hvaða hagsmunir eru fólgnir í að gangast undir Icesave-okið? Getur einhver skýrt það út? (Og þá helst án þess að tala um að verið sé að stunda björgunarstarf á strandstað, moka flórinn, sækja á brattann, grafa sig í gegnum skaflinn, fara í kalda sturtu, sigrast á vandanum, þreyja þorrann, koma hjólum atvinnulífsins af stað og svo framvegis.). Fari Bretar í mál, þá það.

MÁL AÐ LINNI Í ICESAVE

Ég er ósammála Helga hér á síðunni sem hamast af hörku gegn Icesave. Sjálfur hef ég alla tíð verið á móti Icesave og lít á samninginn sömu augum og Helgi - fjárkúgun og ofbeldi annars vegar, undirlægjuhátt hins vegar.

SAMRÁÐ PÓLITÍSKU YFIRSTÉTTAR-INNAR!

Jæja kæri Ögmundur!. Þá er komið á daginn að núverandi ríkisstjórn sem hefur ötullega rekið sömu stjórnmálastefnu og Sjálfastæðisflokkurinn og hjálparflokkar hans, sem eyðilagt hefur íslenskt þjóðfélag undanfarin rúm tuttugu ár og að lokum komið þjóðinni á hausinn.

ER ENGINN ÖRYGGISVENTILL?

Hér á árum áður þegar stjórnmálaflokkarnir máttu hafa mann í kjördeild til þess að fylgjast með kosningum og miðla upplýsingum úr kjördeildum, hafði Sjálfstæðisflokkurinn þann hátt á að fulltrúi hans sat og skráði niður nöfn þeirra sem komu og kusu, síðan var farið með þessa lista í Valhöll og spáð í spilin.

VEIKLEIKI EÐA STYRKUR?

Engar nýjar kosningar heldur velji Alþingi það fólk sem þjóðin valdi á stjórnlagaþing. Félagshyggjufólk á skilið betri fulltrúa en þá sem alltaf eru skíthræddir við íhaldið.

ÞJÓÐIN Á BETRA SKILIÐ!

Hafís, hungur og hallæri þjökuðu öldum saman íslensku þjóðina með tilheyrandi mannfelli. Hins vegar stóð eitt mesta niðurlægingartímabil þjóðarinnar frá 1991 til 2008.

SEGÐU AF ÞÉR!

Kæri Ögmundur Hvers vegna í ósköpunum segirðu ekki af þér sem innanríkisráðherra? Þú berð pólitíska ábyrgð á því sem gerðist í ráðuneytinu þínu, jafnvel þótt þú hafir sjálfur ekki haft hugmynd um að það yrðu notaðir pappakassar í stað trékassa! Þú myndir líka skapa mjög gott fordæmi með því að segja af þér.