Fara í efni

Frá lesendum

LEPPAR AUÐVALDSINS

Sæll hæstvirtur ráðherra mannréttindamála. Nú skrifar þú pistil um orðræðu Darling á RÚV ohf. og í sjálfu sér ágætlega orðaðan pistil .

ICESAVE OG GENGIÐ

Sæll ögmundur.. Einstefnu áróður RUV í fréttaflutningi í gærkveldi fyrst í Kastljósi með tölvupósta sem fengnir hafa verið á bak við tjöldin og síðan viðtalið við Alistair Darling fyrrum fjármálaráðherra Breta eiginlega eyðilagði kvöldið fyrir mér en ef fullrar sanngirni hefði verið mætt hefði fréttastofan átt að upplýsa þjóðina um að vegna gengissigs hefði Icesafe skuldin hækkað um 7% og gæti allt eins farið í mínus 15% þegar líður á árið og hvernig hljóða varnaðarorð vegna gengisáhættu nú?. Þór Gunnlaugsson

VIÐ FYLGJUMST MEÐ YKKUR!

Blessaður. Nú fylgjast margir með ykkur stjórnarliðum, hvort aðeins sé um innantóm orð að ræða þegar að þið gagnrýnið ofurlaun bankastjóra.

EIGI BARA VIÐ GLÆPAKLÍKUR...

Mér finnst þú vera brjóta gegn öllu sem þú stendur fyrir með að auka heimilidir hjá þessu spillta lögregluvaldi.

HVAÐA SKORÐUR VERÐA REISTAR?

Sæll Ögmundur. Ljóst er að lögregla í flestum ríkjum, þar sem hún hefur heimildir til að fylgjast með borgurunum án þess að fyrir liggi rökstuddur grunur um glæpi, hefur misnotað þessar heimildir.

GAMLA GÓÐA LEIÐIN

Bara stutt og laggott, 90% tekjuskatt á laun yfir 1 mill. Gamla sænska aðferðin...... Takk fyrir mig. Þórður B.

RÁÐAST ÞARF AÐ RÓTUM VANDANS

Sæll.. Loksins höfum við fengið okkar stríð. Bandaríkin hafa stríð gegn eiturlyfjum, stríð gegn hryðjuverkamönnum.

LIGGUR Á VEGNA ESB?

Blessaður og þakka þér fyrir þennan pistil. Það er okkur sumum svo mikilvægt að geta treyst því að þeir sem valdið hafa í umboði okkar kjósenda skulu ekki ganga gegn úrskurði hæstaréttar í svo stóru máli sem breyting á stjórnarskrá okkar er.

VILL AÐ SÓLIN SKÍNI Á OFBELDIÐ

Hræsnari! Þú veist vel að raunverulegu alþjóðlegu glæpasamtökin á Íslandi heita ekki Hells Angels heldur Alcoa, Rio Tinto og Century Aluminium.

LOKSINS JÁKVÆÐAR FRÉTTIR!

Einhvers staðar á vefmiðli sá ég því haldið fram af vítisengli að samtök hans, Hells Angels, hefðu aldrei verið fundin sek sem klúbbur! Þess vegna væru staðhæfingar um að félagsskapurinn væri glæpsamlegur út í hött.