10.02.2011
Ögmundur Jónasson
Hvaða hagsmunir eru fólgnir í að gangast undir Icesave-okið? Getur einhver skýrt það út? (Og þá helst án þess að tala um að verið sé að stunda björgunarstarf á strandstað, moka flórinn, sækja á brattann, grafa sig í gegnum skaflinn, fara í kalda sturtu, sigrast á vandanum, þreyja þorrann, koma hjólum atvinnulífsins af stað og svo framvegis.). Fari Bretar í mál, þá það.