Fara í efni

SAMMÁLA ATLA OG LILJU

Kæri Ögmundur...
Ég var að horfa á samtalið við Lilju Mósesdóttur, Atla Gíslason og Árna Þór Sigurðsson í Kastljósi.
Ég vil lýsa yfir við þig kæri vinur, að ég er sammála Lilju og Atla og hefði viljað að fleiri hefðu tekið sömu ákvörðun! Hver veit nema að svo verði áður en langt líður.  Það er algjör skömm af núverandi ríkisstjórn og ekki hægt að líða svik hennar og undirferli lengur í öllum mikilvægustu málum þjóðarinnar, já,,,, jafnvel landráð!  Vg er aðeins hjálparflokkur alþjóða kratanna og virðist algjörlega afvegaleiddur.  Það er hvorki þjóðræði né þingræði. Um er að ræða flokksræði, foringjaræði og klíkuskap, sem ekki er hægt að líða lengur!
Árni Þór er tvöfaldur pólitíkus, sem er tilbúinn að selja sjálfstæði þjóðarinnar fyrir á fá að naga blýanta fyrir Evrópusambandið. Típískur alþjóðakrati, þ.e. típísk Samfylkingarbulla. Það eru nú þegar of margar Samfylkingarplöntur í Vinstri grænum svo að flokkurinn geti áorkað því sem flokksmenn og alþýðan ætlast til!  Ég á bágt með að ímynda mér þig innanum þetta fólk!
Bestu kveðjur kæri Ögmundur,
Helgi

Þakka bréfið Helgi en dómharðir þykir menn nú gerast. Munum að orð eru dýr.
Kv.
Ögmundur