Fara í efni

GETUR KONA EKKI BROTIÐ JAFNRÉTTIS-LÖG?!

Sæll aftur Ögmundur, Ég vil fyrst taka fram að ég er ekki einn af þessum körlum sem er pirrast á konum og jafnréttislögum. Þvert á móti ég er nánast femínisti eins og Atli. Eftir fjölmiðlaumfjöllun gærdagsins (23. mars) sendi ég litla klausu um faglegar ráðningar Jóhönnu en í dag bætir hún um betur og lét hafa eftir sér að engum heilvita manni ætti að detta í hug að konur gætu brotið jafnréttislög.
http://www.mbl.is/frettir/innlent/2011/03/24/tekur_nidurstoduna_alvarlega/
Er það boðlegt að framkvæmdavaldið verji gerðir sínar með vísan til þess að ráðherra sé kona sem kvaddi aðeins kynsystur sínar að málinu? Eigum við von á því héðan í frá að það sé gild vörn fyrir ráðherra sem hefur orðið uppvís að því að ganga gegn lögum að tiltaka að ákvörðunin hafi verið tekin af konu? Eigum við von á að sjá sérsveitir stjórnsýslunnar í skítamálum sem verða eingöngu skipaðar konum sem kallaðar verði til þegar brjóta þarf lög? Ég vona svo sannarlega að þessi röksemdafærsla muni ekki festa sig í sessi á nýja Íslandi.
Árni V.