Fara í efni

Frá lesendum

RÉTTMÆT ÁBENDING

Sæll Ögmundur. Þú sagðir í útvarpi nýlega að þú gætir ekki sem dómsmálaráðherra blandað þér í ákæruna gegn Nímenningunum, því málið væri fyrir dómstólum.

ER ENDURMENNTUN SVARIÐ?

Ég sá í fjölmiðlum í dag að Þorgerður Katrín bar upp fyrirspurn til þín sem dómsmála- og mannréttindaráðherra um hvort þú vildir banna búrkur.

VERÐUM EKKI ÍSKLUMPAR Í KERFISFROSTINU

Sæll Ögmundur. Enginn efast um fjárskort ríkisins í tengslum við brýna framkvæmdaþörf í fangelsismálum. Ég hef lengi verið þeirrar skoðunar að Schengen sem og flestar aðrar tengingar við hið samevrópska reglufargan hafi orðið okkur til meiri ógæfu en ábata.

HLUSTIÐ EFTIR VILJA FÓLKSINS!

Sæll Ögmundur.. Í tilefni af skrifum þínum um aðlögun / umsókn okkar að ESB þá langar mig að spyrja þig að því hvort ekki sé komin sá tími til að forusta VG fari að hlusta á þau áköll sem koma frá grasrót flokksins í ESB málinu? Hversu margir úr forustusveit VG á landsbyggðinni og víðar þurfa að hætta að starfa fyrir flokkinn eða segja sig úr honum til þess að flokksforusta VG leggi við hlustir, eða er ykkur alveg sama um skoðanir þessa fólks sem og meirihluta félagsmanna VG? Hvað kemur virkilega til að þið meðhöndlið lýðræðið með þessum hætti?. Rafn Gíslason

UM ESB, KVÓTA OG SPILAKASSA

Sæll vertu Ögmundur minn kæri. Mikið þykir mér vænt um hvernig þú vilt tækla framhaldsaðgerðir varðandi EB aðild, helst vildi ég sjá þig sópa henni út af borðinu.

DANSKIR EÐA ÍSLENSKIR ARKITEKTAR?

Sæll Ögmundur. Í tilefni af bloggi Hilmars Þórs á eyjunni.is, "Arkitektúr, skipulag og staðarprýði", sem 5.11.2010 hefur að geyma pistilinn "Danir teikna fangelsi á Hólmsheiði" langar mig til að forvitnast hjá þér, sem Dómsmálaráðherra hvort ykkur sé fúlasta alvara með þetta verklag í þínu ráðuneyti? Í ljósi ömurlegs ástands hjá okkur íslenskum arkitektum, sem lepjum nú dauðann úr skel, vona ég að þú vindir sem bráðlegast ofan af þessu danska rugli.

RANGAR REIKNI-FORSENDUR

Sælir veri lesendur. Mig langar að benda á vissa skekkju þegar að fréttamenn fræðimenn, hagfræðingar og jafnvel stjórnmálamenn eru að ræða um svokallaðan kostnað á leiðréttingum.

ÞAÐ VAR OFTEKIÐ!

Sæll Ögmundur. Þar sem þú ert nú orðinn mannréttindaráðherra má ég til með að minna þig á að grundvallar mannréttindi eru meðal annars falin í því að þegnarnir hafi þak yfir höfuðið og salt í grautinn.

Á EKKERT AÐ GERA Í SPILAMÁLUM?

Ögmundur, margir treystu því að þú mundir gera eitthvað í sambandi við að banna spilakassa hér á landi. En þú vannst kannski eitthvað í því og svo hvað búið spil, ég túlka að þú hafir kannski fengið eitthvað undir borðið fyrir að þegja, sjáðu Össur gefur Árna gott orð hvað er að? Ef einhver getur gert eitthvað til þess að hjálpa spilafíklum, og sjáðu krakkana vaxa úr grasi í dag.

HVAÐ VILJIÐ ÞIÐ Í STAÐINN?

Undanfarið hefur átt sér stað mikil og þörf umræða um kröfur Siðmenntar, (mannréttindaráðs Reykjavíkurborgar) um að ekki eigi sér stað nein trúarleg iðkun í skólum.