Sæll Ögmundur.. Þú greindir frá því fyrir skömmu að bráðlega verði umsókn kínverjans Huang Nubo um að kaupa Grímstaði á Fjöllum afgreidd frá ráðuneyti þínu.
Ágæri Ögmundur.. Ísland er ekki á útsölu, er það nokkuð? Það verður ekki selt fyrir "eitthvað annað" bara af því að Samfylkingin vill það, er það nokkuð? Láttu ekki yfirkjördæmapotara landsins hræða þig.
Í umræðum um möguleika Huangs Nubo á því að eignast jörðina Grímsstaði á Fjöllum virðist sem margir þori ekki að nefna og taka með í reikninginn þær tilfinningar sem samt hljóta að fylgja þessu máli og því fordæmi sem það gefur: kvíða og smán yfir því að útlendingar eignist og ráðstafi hlutum fósturjarðarinnar.