Fara í efni

Frá lesendum

FORDÆMI

Hvernig er það með ráðamenn og almenning í þessu landi, er virkilega enginn búinn að fatta plottið hjá þessum kínverja sem vill kaupa Grímsstaði á fjöllum.
Grímsey - Grímsstaðir

Grímsey - Grímsstaðir

Sæll vertu Ögmundur. Gleðilegt er að sjá hve margir eru farnir að tjá sig um Grímsstaði á Fjöllum á heimasíðu þinni.

VANDLIFAÐ

Þú fyrirgefur vonandi að ég trufli þig mikilsmetinn manninn. Ég las á síðunni þinni um Siðmennt: „Guðsótti og góðir siðir, segja menn.

FRAMTÍÐARSÝN

Nokkuð er um það að fólk álíka öfgafullt og ég sendi Ögmundi póst vegna Grímsstaða á Fjöllum. Okkur skortir tilfinnanlega framtíðarsýn og skiljum trauðla hvað það þýðir að vera hluti af frjálsu alþjóðlegu hagkerfi.

EKKI SELJA!

Undirrituð hefur sem íslenskur Falun Gong iðkandi fylgst náið með stöðu mannréttindamála í Kína undanfarinn áratug.. Í tengslum við umsókn Huang Nobu til innanríkisráðuneytisins um undanþágu frá lögum fyrir að kaupa 0,3% af Íslandi vil ég  deila með ráðherra og starfsfólki innanríkisráðuneitis upplýsingum um birtingarmyndir þess hvernig kínversk stjórnvöld svipta þegna sína frelsi, eignum og lífi án tillits til grundvallar mannréttinda.. Sú staðreynd gefur okkur meðal annars gildar forsendur til að ætla að eignir kínverskra þegna á Íslandi séu eða geti orðið á hvaða tímapunkti sem er eignir kínverskra stjórnvalda.  Að selja umtalsverðan hluta af landi okkar til kínversks aðila snýst því ekki eingöngu um kaupandann og hvað hann hefur í hyggju á landsvæðinu, heldur hvort okkur Íslendingum þyki eðlilegt að erlent stjórnvald, með svörtustu skrá  sögunnar yfir hrottaleg mannréttindabrot geti mögulega eignast stórbrotin ítök hér á landi.. Í því sambandi er vert að benda á að Jiang Zemin, hefur verið dæmdur fyrir glæpi gegn mannkyni, pyntingar og þjóðarmorð á Falun Gong iðkendum í Kína af tveimur dómsstólum með alþjóðlega lögsögu á árinu 2009, annars vegar í Argentínu og hins vegar á Spáni, í báðum tilfellum í framhaldi af margra ára rannsókn á alvarlegum ásökunum á hendur honum og fleiri kínverskum ráðamönnum:. . http://www.reuters.com/article/2009/12/23/us-argentina-china-falungong-idUSTRE5BM02B20091223. http://www.theepochtimes.com/n2/world/spain-court-falun-gong-genocide-jiang-zemin-25211.html. . Vaxandi umsvif Kína sem markaðs- og viðskiptaveldis á heimsvísu hafa síður en svo dregið úr mannréttindabrotum heima við eins og margir bundu vonir við, - en loforð um bót og betrun í mannréttindamálum var til að mynda eitt helsta skilyrði Ólympíunefndarinnar fyrir því að leikarnir yrðu haldnir þar í landi á árinu 2008.. Þvert á öll loforð jukust brot yfirvalda gegn þegnum sínum í tengslum við leikana og voru gefnar út sérstakar tilskipanir þar að lútandi þar á meðal um hertar aðgerðir gegn Falun Gong iðkendum í landinu.. . (Sjá eftirfarandi frétt.

RANGT KVEÐIÐ LJÓÐ

Kliðurinn í kampavínsskálum. íslensku ljóðskáldanna. yfirgnæfðI neyðaróp. Liu Xiaobo. í öryggisfangelsinu. utan við Bejing. Hreinn K

TIL HAMINGJU!

Til hamingju! . .  . .  . . Ég hélt að vinnubrögð Kirkjunnar í þessum málum væru liðin tíð, en nú virðist vera stétt manna sem er jafnvel heilagri en prestar.

GRÍMSSTAÐIR Á FJÖLLUM - ANDLEGT OFBELDI

Ég lít á það sem andlegt ofbeldi gagnvart okkur íslendingum að stjórnmálamenn sem við höfum treyst fyrir fjöreggi okkar sem er landið og auðlindir þess skuli voga sé að bera það á borð fyrir okkur að þeim detti í hug að selja fósturjörðina eða hluta hennar til erlendra ríkisborgara eða ríkja.

VÍK FRÁ MÉR FREISTARI!

Heill og sæll Ögmundur. Ísland er landið, landið þitt, landið okkar. Landið sem okkur er trúað fyrir, með hagsmuni komandi kynslóða að leiðarljósi.Þess vegna þarf alltaf að vera á varðbergi þegar erlend peninga-og hernaðarveldi bjóða gull og græna skóga gegn afnotum og jafnvel sölu á "Hólmanum" okkar.

UM FLUGVÉL OG FJÁRSVELTI

Sæll Ögmundur. Finnst þér ekki grátlegt til þess að vita, að hinn fullkomna flugvél Landhelgisgæslunnar, TF-SIF, skyldi ekki hafa nýst til leitar að hinum sænska ferðamanni í síðustu viku þar sem hún var í útleigu í Miðjarðarhafinu? Ég vona að það verði ekki fleiri atvik þar sem hægt verður að spyrja sig hvort mögulega hefði verið hægt að koma nauðstöddum til aðstoðar ef tæki Landhelgisgæslunnar hefðu ekki verið í tekjuöflun á fjarlægum slóðum vegna fjársveltis hér heima fyrir.. Erlingur A.