Fara í efni

HUGSUM TIL LANGS TÍMA!

Ágæti Ögmundur.
Þakka þér fyrir að hafa tekið afstöðu með, hvað eigum við að segja, lýðveldinu í ákvörun þinni varðandi sölu á Íslandi til útlendinga. Með lögum skal land byggja. Verulega ánægður með þig nú einsog oft áður. Mér líkar sjálfstæði þitt. Verst að geta ekki kosið þig, þú afsakar. Trúi því nefnilega að frelsi mitt til athafna gagnist samfélaginu betur en miðstýring sem dæmi, óhófleg skattlagning o.s.frv. Kynntist því kerfi í Svíþjóð og þótti nóg um. Sá flokkur sem ég hef kosið hingað til hefur þó ekki staðið, sem eru mikil vonbrigði. Ég styð þig vegna þess að ég vil trúa því að taktískir pólitískir eiginhagsmunir eru ekki fyrstir á blaði. Verðum að hugsa meira til lengri tíma, vera stefnumótandi.
Kveðja,
Guðjón