Fara í efni

Frá lesendum

FRÉTTASKOT Á EYJU

Sæll Ögmundur.. Ég var að lesa hinn mæta fréttamiðil Eyjuna og sá þar í greinaflokknum „Orðið á götunni" að þið Árni Þór Sigurðsson flokksbróðir þinn hefðuð hvorki heilsast né tekið tal saman þegar þið „rákust hvor á annan fyrir tilviljun á Kastrup-flugvelli fyrir skömmu".

STUÐNINGUR

Lýsi yfir ánægju og eindregnum stuðningi við málflutning og stjórnmálastarf Ögmundar Jónassonar. Þar fer heilsteyptur, hreinskiptinn og ódeigur baráttumaður lýðræðis, jöfnuðar og velferðar.

OG FORSETINN SPURÐI...

Sæll Ögmundur. Ekki hef ég alltaf verið sammála þér, en það er önnur saga. Mikið var ég ánægður með ákvörðun þína í Nupomálinu.

ENGIR AFLEIKIR

Illa verður skilið það upphlaup og fjaðrafok sem nú ríkir varðandi kallinn frá Kína. Ég er ekki í nokkrum einasta vafa um að á trjádrumbnum fræga hanga önnur áform en að sjá örfoka landinu blessaða um næringu í formi golfvalla umkringdum pálmatrjám og fallegum mannvirkjum þeim tengdum.

AÐ STANDA VÖRÐ UM SJÁLFSTÆÐI LANDSINS

Við þökkum þér pólítískt hugrekki með því að stand vörð um sjálfstæði lands okkar. Meistarinn sagi."Sá telst glöggskyggn, sem lætur ekki gegndarlausan róg eða útsmognar og sannfærarandi rangfrærlur hafa árif á gerðir sínar.

MARGIR TILBÚNIR AÐ SELJA ARFINN

Sæll Ögmundur.. Bestu þakkir fyrir að standa vörð um landið sem börnin okkar munu að erfa. Því miður eru margir tilbúnir að selja arfinn fyrir stundarhagsmuni með óafturkræfum gjörningi.

RÁÐHERRA GETUR SNIÐGENGIÐ LÖG!

Niðurstaða Innanríkisráðuneytisins í Nubo-málinu er rétt. Lögum var fylgt og ef Alþingismenn eru ekki sáttir við niðurstöðuna þá verða þeir að flytja frumvarp og fá samþykkt lög sem heimila sölu lands til aðila utan EES.

SKREFI LENGRA MEÐ UMRÆÐUNA!

Ég er stolt og þakklát fyrir þau faglegu vinnubrögð sem beitt hefur verið vegna hugsanlegrar sölu á landi Grímsstaða á Fjöllum í hendur erlends hlutafélags.

JÚRÓ OG NÚBÓ

Takk Ögmundur minn kærlega fyrir að hafa staðið vaktina fyrir okkur Gunnu mína, sem höfum þraukað hér á landi með börnum okkar í rúm 1000 ár.

HUGSUM TIL LANGS TÍMA!

Ágæti Ögmundur. Þakka þér fyrir að hafa tekið afstöðu með, hvað eigum við að segja, lýðveldinu í ákvörun þinni varðandi sölu á Íslandi til útlendinga.