Vaxtagjöld ríkisins eru tæpir áttatíu milljarðar. Það eru 20% allra gjalda ríkisins. Alveg einsog í fyrra. Hver ákveður vaxtagjöldin? Þau eru ákveðin á fimm manna fundum.
Sæll Ögmundur.. Ég fagna úrskurðinum varðandi Grímsstaði og þakka starfsfólki í ráðuneyti þínu fyrir að hafa staðið vörð um íslensk víðerni og ættjörðina.
Orusta er unnin, en ekki stríðið. Landið okkar er verðmætasta sameign þjóðarinnar og það er EKKI til sölu. Takk fyrir að standa vaktina og taka rétta ákvörðun.. Einar Bragi Indriðason.
Ég tók þátt í fundum með fulltrúum frá þjóðum landanna á Balkanskaga fyrr á þessu ári. Hvað eftir annað kom fram hjá þeim að í hugum þeirra væri íslenskt samfélag að öllu leyti þróaðra samfélag en í löndum Balkanskagans.
Sæll Ögmundur .. Ég get ekki sagt annað en það að mikið er ég stoltur af því að menn eins og þú standir upp á móti straumnum og segir hingað og ekki lengra.
Með þakklæti fyrir skynsamlega ákvörðun varðandi Grímsstaði á Fjöllum. Það á ekki að selja landið til útlendinga, heldur eiga þeir að eiga það sem búa í landinu.