Fara í efni

Frá lesendum

SPURNING AF PLANI

Sæll Ögmundur. Kjararáð hefur nú hækkað laun yfirmanna í það sem áður var. Starfsmenn stjórnarráðsins hafa fengið það sem þau áður höfðu.

MATARHÖLL Í HEGNINGARHÚSI?

Heill og sæll Ögmundur og gleðilegt ár! Sá umfjöllun á Stöð II þar sem rætt var um framtíðarhlutverk Hegningarhússins.

HVERS VEGNA?

Sæll Ögmundur. Það sem mér liggur á hjarta er:. 1)  2004 varst þú með tillögu um aðskilnað fjárfestingabankastarfsemi og hefðbundinnar innlánsbankastarfsemi.  Því miður fékk hún ekki brautargengi.  Í þessu liggur grunnur vandans.  Braskið með ávísununina á verðmætin, peningana, er uppspretta alls fjármálaóstöðugleika.  Oft hef ég í umræðu vitnað í þessa tillögu þína og hversu skynsamleg hún var.  Með afnámi Glass-Seagall frá 1936, var fyrsta óheillasporið stigið.  . 2)  Það sem hryggir mig Ögmundur er að núna höfðuð þið og hafið tækifæri til lagfæringa, en það er ekki nýtt.  Enn eru hrunverjar að störfum í bönkunum.  Hugmyndasmiðir Icesave hafa fengið stöðuhækkun hjá Landsbankanum.  Fólk er keyrt í gjaldþrot án þess að bankastofnanir hafi nokkurn fjárhagslegan hag af því.  Gamla gapastokkshugmyndafræðin virðist ríkja.

ÖRVÆNTING EÐA RAUNSÆI?

Það örlar á pólitískri örvæntingu í þessum pistli og á ég þar við ummælin um Sjálfstæðisflokkinn. Eitt er ljóst, fólk vill eitthvað allt annað en VG og Samfylkinguna.

LÝÐRÆÐI OG VALDASTÉTT

Sæll Ögmundur.. Þakka pistilinn um lýðræði eða raunverulega virðingu fyrir skoðunum annarra. Frábær pistill. Þú lýkur samantekt þinni með orðunum: "...frá núverandi stjórnarandstöðu, sem helst grætur auðlegðarskatt og tregðu við að  falbjóða orkuauðlindirnar fjölþjóðaauðvaldi til brúks".

HVERJIR FÓRU Á HAUSINN?

Ögmundur.. "Í nóvember 2011 voru 115 fyrirtæki tekin til gjaldþrotaskipta samanborið við 101 fyrirtæki í nóvember 2010.

HVERJUM TREYSTIRÐU BEST?

Treystir þú sjálfum þér betur en þjóðinni Ögmundur?. Jón Jón Jónsson. . Ég ætla að hugsa málið og svara þér á morgun.

SVAR ÓSKAST

Sæll Ögmundur. Hyggst þú áfram styðja ríkisstjórnina eftir að Jóni Bjarnasyni hefur verið bolað í burtu? Svona í ljósi þess að VG talaði um opna og gagnsæja stjórnsýslu væri gott að fá svör við þessu.

EKKI NEMA EITT HRUN

Nú ætlar VG að selja hlut ríkisins í Landsbankanum. Það þurfti ekki nema eitt hrun til að fá VG til að skilja yfirburði kapítalismans.. Hreinn K.

TREYSTU ÞJÓÐINNI!

Um leið og ég sendi þér hugheilar jólakveðjur Ögmundur, þá vind ég mér snarhendis og vafningalaust í meginmál.