Fara í efni

Frá lesendum

EKKI HÆGT AÐ KAUPA Í KÍNA!

Það hefur enn ekki komið fram svar við spurningu sem brennur á mér í neinum fjölmiðli. Ef ég sem Íslendingur hefði nægt fjármagn gæti ég þá farið til Kína og keypt upp stór landssvæði eða myndu Kínversk lög stöðva mig ?. Sigurður H.

RÉTT ÁKVÖRÐUN

Ég lýsi yfir ánægju minni með ákvörðun þína varðandi Grímsstaði á Fjöllum. Ég tel þig hafa tekið rétta ákvörðun.. Kristbjörg Þórisdóttir.

EKKI AÐ EILÍFU!

Sæll Ögmundur.. Mig langar að þakka þér fyrir að forða okkur frá því að selja Kínverjum sem svarar einu þjóðríki (Möltu) af okkar hálendi.

UM TVO FINNBOGA

Sæll, flottur pistill og takk fyrir komuna á opnun sýningarinnar. Smá leiðrétting, Finnbogi Hermannsson, faðir minn er ekki ein af fyrirsætum sýningarinnar eins og segir í myndatexta, en aftur á móti er Finnbogi Örn barnabarn Finnboga Hermannssonar ein af fyrirsætum sýningarinnar.

VIÐ HÖFUM REYNSLUNA!

Sæll og blessaður Ögmundur vinur minn. Styð þig 100% í að hafna kaupum kínverska kaupsýslumannsins Huang Nubo á Grímsstöðum á Fjöllum.

ÞÖKK

Ögmundur : Haf þökk fyrir góða frammistöðu í Grímsstaðamálinu.. Magnús Marísson

LAND ER MEIRA EN EIGN

Þakka þér fyrir Ögmundur! Engin ein kynslóð hefur rétt til að selja landið fyrir stundargróða. Okkur ber að gæta þessa lands og skila því áfram til komandi kynslóða.

STUNGIN TÓLG

Ögmundur, takk fyrir framsýna ákvörðun. Undarlegt að fólki þyki það vera stungin tólg ef ráðherra fer að lögum.

HVERGI HVIKA

Hafðu hugheilar þakkir fyrir ákvörðun þína, Ögmundur. Önnur niðurstaða kom ekki til greina en þurfti bæði kjark og heilindi við sannfæringu sína til að hvika hvergi.. Jón Örn Marínósson.

AÐ SELJA Í BÚTUM

Takk fyrir að selja ekki landið í bútum.. Sigurður Ólafsson