Fara í efni

HUGLEIÐING Í TILEFNI ÞJÓÐNÝTINGAR Í RÚSSLANDI

Á valdatíma Jeltsins Rússlandsforseta var einkavætt af miklum móð í Rússlandi. Ekki nóg með það, ýmsir nánir samstarfsmenn forsetans og þeirra fylgilið sölsaði einkavæddar eignir ríkisins undir sig og fóru þar framarlega í flokki Khodorkovskí, sem nú hefur verið sakaður um stórkostleg skattsvik og annað misferli og situr fyrir bragðið í fangelsi, Berzovsky sem hröklaðist í útlegð og Abramovits, eigandi fótboltaliðsins Chelsea og vinur ónefnds búanda á Bessastöðum á Álftanesi (sjá hér: http://www.ogmundur.is/news.asp?ID=658&type=one&news_id=1303).Nú eru rússnesk stjórnvöld að reyna að ná einhverju af hinum stolnu eignum til baka til þjóðarinnar.

UM GILDI AUGLÝSINGA

Föstudaginn 24. desember birtist í Morgunblaðinu mjög athyglisverð grein eftir framkvæmdastjóra Sambands íslenskra auglýsingastofa, Ingólf Hjörleifsson.

HIN HIMNESKA HJÁLP

Í austri var maður sem karlmönnum kenndi að hlýðaog konurnar lét hann fá festu sem engu var líkhann ógnaði fólki og svo var hann stöðugt að stríða,hann stærði sig jafnan af því hversu þjóð hans var rík.En skósveinar auðvaldsins sögðu hann þjáningu þyngja að þar færi maður með sprengju og heimtaði blóð.Og heimurinn heyrði svo vopnin í vindinum syngja:-Við erum hér til að hjálpa þér heiðingjaþjóð.Og handhöfum valdsins fannst ógnin í austrinu stækka,þeir ætluðu sjálfsagt að frelsa hinn hnignandi heim,með markvissu stríði svo hugðust þeir fíflunum fækkaen fíflin þau voru þó aðeins á mála hjá þeim,og hræsnarar heimsins þeir ætluðu öllu að bjargaþví alþjóðavæðingin sá hvernig baráttan stóðog herskáir létu þeir vopnin í vindinum garga:-Við erum hér til að hjálpa þér heiðingjaþjóð.
Heimasíða Landsvirkjunnar

Allt í góðum gír við Kárahnjúka - segir Landsvirkjun

Sæll Ögmundur Frændi minn sem vinnur við Kárahnjúka kvartar samfellt um kulda og vosbúð. Ég fylgist reglulega með vef Landsvirkjunar af framkvæmdunum þar sem ég hef svo sannarlega hagsmuna að gæta, það eru börnin mín og barnarbörn, maður vill jú skila góðu búi.

Öryggisráðið: Ekki of seint að hætta við

Birtist í Morgunpósti VG 22.12.04Sem kunnugt er hefur ríkisstjórnin með fyrrverandi utanríkisráðherra og núverandi forsætisráðherra, Halldór Ásgrímsson, í broddi fylkingar unnið að því að Íslendingar fái sæti í Öryggisráði Sameinuðu þjóðanna.
BSRB nær árangri á sviði réttindamála

BSRB nær árangri á sviði réttindamála

BSRB í samstarfi við önnur samtök starfsfólks í almannaþjónustu hefur gengið frá samkomulagi við ríki og sveitarfélög um þætti er varða réttindi vegna lífeyrismála og örorkubóta.
EKKI Í OKKAR NAFNI

EKKI Í OKKAR NAFNI

Þjóðarhreyfingin gengst nú fyrir söfnun fyrir auglýsingu í bandarísku stórblaði  til að skýra hvernig á því stóð að Íslendingar höfnuðu á lista hinna viljugu eða vígfúsu ríkja sem studdu Bandaríkjastjórn til innrásar í Írak (ríkisstjórnin vill helst nota hugtakið staðfastur sem þýðingu á enska hugtakinu willing sem er alrangt; viljugur eða vígfús í þessu samhengi er nær lagi).
Friðargæslan í Kabúl: Göfugt starf eða hreinsunardeild Bandaríkjahers?

Friðargæslan í Kabúl: Göfugt starf eða hreinsunardeild Bandaríkjahers?

Bandaríska stórblaðið New York Times fjallar um íslensku Friðargæsluna í Kabúl í Afganistan og þær umræður sem urðu hér á landi í kjölfar þess að íslenskir gæsluliðar lentu í lífsháska í Kjúklingastræti – Chicken Street – þegar maður sprengdi sig til bana í grennd við þá.

Pólitísk jólahugvekja

Frásögn Lúkasar af fæðingu Jesú lætur ekki mikið yfir sér. Hún líkist að sumu leyti kvikmyndahandriti. Kvikmyndavélin svífur yfir stóru sögusviði, yfir öllum hinum forna menningarheimi við Miðjarðarhafið, byrjað er í Róm, á keisaranum, svo er fjórðungsstjórinn nefndur, hvort tveggja valdsins menn sem virðast hafa alla þræði í höndum sér og geta stjórnað þessum heimi eins og brúðuleikhúsi.

Þegar trúarbrögðin kallast á við samtíðina

Pólitísk jólahugvekja er titill greinar eftir séra Gunnar Kristjánsson á Reynivöllum Kjós, sem birtist hér á heimasíðunni í dálkinum Frjálsir pennar.