
ÉG SKIL ÞAU EN OKKUR SKIL ÉG SÍÐUR
26.03.2022
Birtist í helgarblaði Morgunblaðsins 26/7.03.22. Íslendingar stæra sig iðulega af því að vera herlaus þjóð – og friðsöm er gjarnan bætt við. Herlaus þjóð sem sendir annarra þjóða ungmenni á vígvöll er varla til að bera virðingu fyrir. Reyndar erum við að færast nær því að vera hvorki friðsöm þjóð né herlaus því áralöng þátttaka Íslendinga í hernámi Afganistans, sem skildi það land eftir í fullkominni rúst, var bein þátttaka í hernaðarsamvinnu og aukin hernaðarumsvif á Keflvíkurflugvelli eru að sjálfsögðu af sama toga. Fundir á vettvangi NATÓ og yfirlýsingar ...