Fara í efni
ÉG SKIL ÞAU EN OKKUR SKIL ÉG SÍÐUR

ÉG SKIL ÞAU EN OKKUR SKIL ÉG SÍÐUR

Birtist í helgarblaði Morgunblaðsins 26/7.03.22. Íslendingar stæra sig iðulega af því að vera herlaus þjóð – og friðsöm er gjarnan bætt við. Herlaus þjóð sem sendir annarra þjóða ungmenni á vígvöll er varla til að bera virðingu fyrir. Reyndar erum við að færast nær því að vera hvorki friðsöm þjóð né herlaus því áralöng þátttaka Íslendinga í hernámi Afganistans, sem skildi það land eftir í fullkominni rúst, var bein þátttaka í hernaðarsamvinnu og aukin hernaðarumsvif á Keflvíkurflugvelli eru að sjálfsögðu af sama toga. Fundir á vettvangi NATÓ og yfirlýsingar ...
SJÁLFBÆRNI Í RUSLI

SJÁLFBÆRNI Í RUSLI

Birtist í helgarblaði Morgunblaðsins 12/13.03.22. Charles Darwin, höfundur þróunarkenningarinnar átti börn, sem aftur áttu börn og koll af kolli. Þannig varð til Felix John Padel, langa- langafabarn Darwins. Það sem þeir áttu sameiginlegt langa- langafinn og langa- langafabarnið var að þeir  ... 
ÍSLAND Í NATÓ OG HER UM KJURRT?

ÍSLAND Í NATÓ OG HER UM KJURRT?

Birtist í Fréttablaðinu 09.03.22. Farið er að ræða það í alvöru að því er best verður skilið að Ísland verði tengt hernaðarbandalaginu NATÓ enn sterkari böndum en verið hefur og að í landinu verði jafnvel her með fasta viðveru. Þótti mörgum nóg um þá hernaðaruppbyggingu sem þegar hafði verið heimiluð af hálfu íslenskra stjórnvalda en nú skal enn bætt í svo um munar. Og sem táknrænan gjörning ...

STAÐGENGILSSTRÍÐ RÚSSA OG NATO

Hverjir eru stríðsaðilar í Úkraínu og um hvað berjast þeir? Joe Biden og Jens Stoltenberg   hafa undanfarin misseri talað um að heimsátökin nú um stundir snúist um „gildi“, um lýðræði gegn einræði. Og nú vellur þetta upp úr öðrum hverjum manni. Líklega er það rétt að Rússar hafi loksins lært hin "vestrænu gildi" Bandaríkjanna sem hafa frá stríðslokum framkvæmt 55 vopnaðar innrásir í önnur lönd og náð að steypa stjórnvöldum í 36 af þeim skiptum. Eftir að Kalda stríðinu lauk hefur sú íhlutunarstefna stórversnað. Og það hefur verið óháð því hvaða flokkur fór með völdin í Washington, og lítt háð stjórnmálaviðhorfi forsetans ...

STRÍÐSREMBA STÓRVELDA HÉR OG ÞAR Í VERÖLDINNI

...  Raddir mannelsku, friðar, eru skipulega þaggaðar af æsiöflum stríða, þegar á reynir um mat á geggjun þeirra. Ekki er það ný bóla í heimi hér, en henni ber að eyða, Opinberun á Stórrúsneskri rembu gagnvart Úkraníu er auðvitað áfall öllum vitibornum. Mikilvægt er þó að við það magnist ekki enn stríðs- remba Vesturvelda, þórðargleði stríðsbrjálæðinga, sem vopnum veifa og kalla fram stríðsböl í veröld ...

LEIÐA ORKUPAKKAR ESB TIL HÆRRA RAFORKUVERÐS?

...  Það er mikil einföldun þegar því er haldið fram að stórhækkað raforkuverð í Evrópu stafi einungis af minna framboði en eftirspurn. Vandinn liggur að stórum hluta í því að „markaðsöflunum“ [„hýenunum“] hefur verið sleppt lausum á fyrirtæki og almenning. Eyðilegging og niðurbrot innviðanna í framleiðslu og dreifingu rafmagns leiðir til „ sóunarsamkeppni “ (og sýndarsamkeppni) flóknara regluverks og fleiri milliliða [afæta] sem engu bæta við framleiðslu og dreifingu, heldur þvert á móti soga til sín fé og eignir almennings  ...
BJARNI BÝÐUR Í KAFFI

BJARNI BÝÐUR Í KAFFI

Ég trúi ekki öðru en að bókakaffi þýði bæði bækur og kaffi. Nema hvað Bjarni Harðarson hjá bókaútgáfunni Sæmundi býður í bókakaffi í Ármúlanum eins og lesa má í auglýsingunni hér að ofan. Þar verð ég líka að spjalla við þá sem spjalla vilja um bók mína  Rauða þráðinn . Saman fáum ...
Í BOÐI UNGRA SÓSÍALISTA Á SAMSTÖÐINNI

Í BOÐI UNGRA SÓSÍALISTA Á SAMSTÖÐINNI

Síðastliðinn laugardag var efnt til fundar á Hótel Borg um vinstri stefnu í samræmi við það sem áður var boðað hér á síðunni, hvenig megi snúa vörn í sókn. Því miður brást að streyma fundinum eins til stóð að gera og upptakan einnig – og er það leitt en slys gerast. En þeir   Trausti Breiðfjörð Magnússon og  Karl Héðinn Kristjánsson   buðu mér í þátt sinn á   Samstöðinni ,   Rauðan raunveruleika ...

ÚKRAÍNA Í TAFLINU MIKLA

Við heyrum það alls staðar, Úkraínudeilan snýst um yfirgang og árásarhneigð einræðisherrans í Kreml gagnvart varnarlitlu sjálfstæðu grannríki hans, Úkraínu. Yfirgang sem jafnframt  er «ógn við öryggi í Evrópu” eins og utanríkisráðherann okkar segir.  Já, deilan snýst um frelsi og valkosti Úkraínu. En hún snýst um fleira. Um öryggi Rússlands, eins og Pútín klifar á. Hún snýst líka um grundvöll bandalagsins NATO og um þenslu þess í austur – og um hlutverk Bandaríkjanna í Evrópu ...
140 ÁRA OG ER ENN ÆTLAÐ LANGT LÍF

140 ÁRA OG ER ENN ÆTLAÐ LANGT LÍF

Birtist í helgarblaði Morgunblaðsins 26/27.02.22. Undir magnaðri mynd úr Skagafirði “í töfrabirtu” stendur Þórólfur Gíslason kaupfélagsstjóri Kaupfélags Skagfirðinga og lýsir “sexföldun framleiðslu” hjá Kaupfélagi Skagfirðinga á undanförnum þremur áratugum. Forvígismaðurinn á “skagfirska efnahagssvæðinu” vill greinilega minna á að þótt kaupfélögin hefðu “verið allt í öllu” á öldinni sem leið þá sé fjarri því að þau hafi sagt sitt síðasta. Þeir eru fleiri  ...