Þarna var hann mættur í fréttatíma Stöðvar 2, hann Jón Gunnarsson, formaður atvinnunefndar Alþingis, að sanna það sem þú hefur haldið fram Ögmundur, að á við rök að styðjast.
Þegar menn vilja réttlæta gjaldtöku af ferðamönnum við náttúruperlur Íslands er jafnan gripið til þess ráðs að stórýkja þann vanda sem við stöndum frammi fyrir.
Það er alveg hárrétt sem þú segir hér á heimasíðu þinni að orkumála-umræðan á Alþingi í vor var ekki um virkjanir heldur bara um formið, hvort ákvarðanirnar væru teknar á réttan hátt! Hvort þær væru í samræmi við Rammaáætlun sem er búin til utan þingsins! . Maður vissi aldrei hvort eða hvar Píratar vildu virkja eða Björt framtíð eða Samfylkingin.
Sæll Ögmundur. Ég er með tvær spurningar, ein um erlend mál. Mér finnst að gríska málið hafi aldrei verið fyllilega útskýrt í grunninn, svipað og á Íslandi er bankar í einkageiranum sekir um að hafa lánað gáleysislega og eru svo að reyna að krækja í ríkisábyrgð eftir á.
Ég er fegin að sjá þessa umræðu um Rammaáætlun hér á síðunni og í Fréttablaðinu nýlega þar sem vísað er í skrif Hjörleifs Guttormssonar um forsendur sem þurfa að vera til staðar til að Rammaáætlun yfirleitt gangi upp.
Í vikunni var sagt frá því í forsíðufrétt Morgunblaðsins að fulltrúar Landsvirkjunar hafi strax morguninn eftir samþykkt Alþingis um setja Hvammsvirkjun í Þjórsá í „nýtingarflokk", hringt í sveitarstjórnarmenn á svæðinu til þess að ræða fyrirhugaðar framkvæmdir.
Birtist í DV 10.07.15.Það sögulega við þjóðaratkvæðagreiðsluna um Icesave samningana hér á landi var að efnt skyldi til þjóðaratkvæðagreiðslu um fjárhagslegar skuldbindingar sem færðar höfðu verið í búning milliríkjasamnings.