FULLVELDIÐ ER EKKI KAKA EÐA HVAÐ?
24.11.2018
Í fréttum Ríkissjónvarpsins kom fram áhugi á því að Íslendingar leggi sæstreng til að tengja okkur raforkumarkaði Evrópu og einnig að við undirgöngumst forræði ACERs, efirlitsstofnunar Evrópusambandsins með raforkumarkaði. Og notabene, það er hann, markaðurinn sem sviptir okkur fullveldinu. ACER á að fylgjast með því að við hlítum í einu og öllu regluverki markaðarins. Í þessu samhengi á boðvald stofnunarinnar að taka til okkar. Í hennar orðabók er ekki að finna hugtakið fullveldi ...