Fara í efni

Greinasafn

2021

ÓTAKMÖRKUÐ HEIMSFRÆGÐ

Ef starað með augum stjörnukíkis, á stórkostlegt loft milli skauta. Heimsfrægðin nær til Himnaríkis og heilmargra vetrarbrauta. Kári

ORÐ AÐ SÖNNU

Vinstri Grænir fengu ekki stuðning kjósenda til að láta innviði landsins renna úr landi peningaöflunum til dýrðar. Magnús Marísson

MÍLA OG MILLJARÐARNIR

Nú Mílu þeir munu víst selja með öllum tækjum og tólum Og aurana svo auðvitað telja í öruggum skattaskjólum. Sáttmálann nú sitja við Bjarni. Siggi. og Kata En velferð alla vilja á bið verma stóla og plata. ... Höf. Pétur Hraunfjörð.
HVAÐ SEGJA STJÓRNMÁLAMENN ÞEGAR GRUNNNET SÍMANS ER SELT ÚR LANDI?

HVAÐ SEGJA STJÓRNMÁLAMENN ÞEGAR GRUNNNET SÍMANS ER SELT ÚR LANDI?

...  Það sem mér finnst stórfenglegast er “að ef end­an­leg­ir samn­ing­ar ná­ist muni Sím­inn og Ardi­an einnig vinna með hinu op­in­bera að upp­lýs­inga­gjöf og  ör­ygg­is­mál­um   varðandi hags­muni lands­manna.   Þegar séu und­ir­bún­ingsviðræður að slíku fyr­ir­komu­lagi hafn­ar, en þar er um að ræða að tryggja að rekst­ur innviða fé­lags­ins sam­rým­ist þjóðarör­ygg­is­hags­mun­um."  Er það samgönguráðherrann, formaður Framsóknarflokksins, sem á í þessum viðræðum eða er það Þjóðaröryggisráðið með Katrínu Jakobsdóttur formann VG og Guðlaug Þór Sjálfstæðisflokki innanborðs sem ræða þessi mál?  ...  Nú segir Katrín Jakobsdóttir i fréttum að það sé verið að kanna hvernig hægt sé að tryggja þjóðarhagsmuni "óháð eignarhaldi." Því er fljótsvarað: Það er ekki hægt. 

EI KUNNU AÐ TELJA

Um tíu flokka var að velja vandinn mistökin gaf Kjörstjórnin ei kunni að telja konurnar því settu af. Höf. Pétur Hraunfjörð.
HVER SAGÐI UGLUNNI FRÁ MÚSINNI?

HVER SAGÐI UGLUNNI FRÁ MÚSINNI?

Birtist í helgarblaði Morgunblaðsins 09.10.21. Svona myndi náttúrufræðingur aldrei spyrja. Hann vissi að svo flókið er viðfangsefnið að það sé ekki á færi nokkurs manns að finna við því fullnægjandi svar. Mér finnst spurningin samt áhugaverð. Og hennar hef ég spurt áður. Það gerði ég þegar ég ítrekað fór að verða var við uglu austur í sveitum þar sem ég stundum kem. Einfalda svarið var mér sagt að væri ...

ALDREI AÐ GEFAST UPP!

Með Sósíalistum sorgina ber þar syrgir hver Kjaftur Því fátækt áfram höfum hér en reynum bara aftur. Höf. Pétur Hraunfjörð.

HVOR GREIÐIR ÚR VANDANUM?

Sósíalistar og Sjálfstæðisflokkur sitthvað bjóða landanum Enn fátæktin hérna er jú nokkur og hvor greiðir úr vandanum? Höf. Pétur Hraunfjörð
DAGUR SEM Á AÐ HAFA LIT

DAGUR SEM Á AÐ HAFA LIT

Birtist í helgarblaði Morgunblaðsins 25/26.09.21. ... Litasmekkur manna er mismunandi, líka í pólitíkinni. Sjálfur er ég gefinn fyrir sterka liti. Grænn má vera grænn og blár má vera blár mín vegna en rauður á að vera rauður og það alveg í gegn. Ef pólitísku litirnir dofna þá mun líka dofna yfir deginum sem við mörg hver viljum gjarnan halda sem degi til að gera okkur dagamun á ...
UM GUNNAR SMÁRA OG KVÓTANN HEIM

UM GUNNAR SMÁRA OG KVÓTANN HEIM

... Ég leyfi mér að fullyrða að áhuginn á persónu og mannorði Gunnars Smára Egilssonar er ekki sagnfræðilegur, hvað þá siðferðilegur. Áhuginn snýr að því sem Gunnar Smári segir í dag, ekki því sem hann kann að hafa sagt í gær. Og þá liggur beint við að spyrja. Hvers vegna ekki ráðast á manninn beint fyrir það sem hann hefur til málanna að leggja núna? Gæti verið að menn vilji forðast þá umræðu? Og hver skyldi sú umræða vera? Ég gef mér að það sé kvótinn ...