18.10.2021
Ögmundur Jónasson
... Það sem mér finnst stórfenglegast er “að ef endanlegir samningar náist muni Síminn og Ardian einnig vinna með hinu opinbera að upplýsingagjöf og öryggismálum varðandi hagsmuni landsmanna. Þegar séu undirbúningsviðræður að slíku fyrirkomulagi hafnar, en þar er um að ræða að tryggja að rekstur innviða félagsins samrýmist þjóðaröryggishagsmunum." Er það samgönguráðherrann, formaður Framsóknarflokksins, sem á í þessum viðræðum eða er það Þjóðaröryggisráðið með Katrínu Jakobsdóttur formann VG og Guðlaug Þór Sjálfstæðisflokki innanborðs sem ræða þessi mál? ... Nú segir Katrín Jakobsdóttir i fréttum að það sé verið að kanna hvernig hægt sé að tryggja þjóðarhagsmuni "óháð eignarhaldi." Því er fljótsvarað: Það er ekki hægt.