Fara í efni

Greinasafn

2021

Á BARÁTTUDEGI GEGN EINELTI

Á BARÁTTUDEGI GEGN EINELTI

Hinn 8. nóvember er helgaður baráttu gegn einelti. Sá siður hefur verið að festast í sessi að hringt sé bjöllum og bílflautur þeyttar klukkan tólf á hádegi til að minna á ábyrgð okkar allra í að kveða niður einelti sem því miður þrífst allt um kring og veldur ómældri óhamingju. Í átta ár – frá 2012 til 2019 skrifuðum við Helga Björk Grétu- Magnúsardóttir saman grein til birtingar í blöðum á þessum baráttudegi gegn einelti. Árið áður en við ...

ÞAÐ VEIT ENGINN HVAÐ ÁTT HEFUR FYRR EN MISST HEFUR

Trúnaðarmenn þar tóku öll völd af tillitsleysi var ákvörðun köld á milli tanna var ´ún Anna fagleg aftaka á frjálshyggjuöld. ... Höf. Pétur Hraunfjörð.
LÁTIÐ REYNA Á ÍBÚALÝÐRÆÐI

LÁTIÐ REYNA Á ÍBÚALÝÐRÆÐI

Birtist í helgarblaðí Morgunblaðsins 06/07.11.21. Fyrir stuttu síðan gekk ég sem oftar út á Suðurgötuna í Reykjavík, geri það nær daglega. Þá sá ég að í graseyjuna á milli akreina götunnar höfðu verði grafnar holur með jöfnu millibili. Sú spurning vaknaði hvort verið gæti að til stæði að setja niður tré þarna? Þar sem ég hef mjög ákveðna skoðun á mikilfengleik og fegurð Suðurgötunnar ákvað ég að kanna hversu djúpt ristu yfirlýsingar borgarfulltrúa um grenndarkynningu, samráð og íbúalýðræði.  Nú kann vel að vera að fyrir því sé almennur vilji að fá þarna ...
NORÐURLANDARÁÐ: SINNULEYSI OG SVIK VIÐ MÁLSTAÐ

NORÐURLANDARÁÐ: SINNULEYSI OG SVIK VIÐ MÁLSTAÐ

...  Í þessum erindagjörðum var Stoltenberg framkvæmdastjóra NATÓ boðið sem sérstökum heiðursgesti á þing Norðurlandaráðs. Hann fór orðum um vaxandi ógnir og tilheyrandi öryggisleysi og svo kom áminningin um hvernig mætti tryggja frið og öryggi. Það gerði NATÓ og Evrópusambandið! ...

STRÍÐIÐ Í EFLINGU

Það kom flatt upp á almenning þegar Sólveig Anna Jónsdóttir sagði upp starfi sínu og formennsku í Eflingu. Og starfsbróðir hennar Viðar Þorsteinsson framkvæmdastjóri einnig. Það kom jafnvel enn flatar upp á fólk að ástæðan skyldi vera «vantraust» frá starfsfólki Eflingar.  Tilefni afsagnarinnar var í fyrsta lagi ályktun tveggja trúnaðarmanna starfsfólksins á skrifstofu Eflingar í júní sl. sumar. Í ályktuninni voru borin upp á stjórn Eflingar samningsbrot, tilefnislausar uppsagnir og «aftökulistar» starfsfólks. Í öðru lagi var tilefnið dramatískur fundur með umræddu starfsfólki föstudaginn 29. október. Á þeim fundi gaf Sólveig Anna hópnum ... 

VILT ÞÚ FRAMHALDSLÍF NÚVERANDI RÍKISSTJÓRNAR?

Þú segir að ekki ætti að kjósa Sjálfstæðisflokkinn en þá spyr ég þig hvern ætti yfirleitt að kjósa? Hvers vegna ætti að kjósa VG eða ætti kannski ekki að gera það? Ég spyr í ljósi undangenginna fjögurra ára og yfirstandandi stjórnarmyndunar. Ég sakna þess að heyra frá þér um þetta. Hjörleifur Guttormsson segir eftirsóknarvert að fá framhald á stjórn Sjálfstæðisflokks og VG. Ertu sammála? ... Jóhannes Gr. Jónsson.

INNRI ORKUMARKAÐUR EVRÓPUSAMBANDSINS - FRAMLEIÐSLA OG DREFING Á JARÐGASI

Það er lesendum kunnugt að innri orkumarkaður Evrópusambandsins nær til framleiðslu, dreifingar og sölu á rafmagni og gasi (jarðgasi). Ýmsir íslenskir stjórnmálamenn virðast trúa því að jafnaðarmerki sé á milli annars vegar aðgerða í loftslagsmálum og þess að Ísland verði fullgildur aðili að innri orkumarkaði Evrópusambandsins.  Með öðrum orðum, menn tengja saman mögulegan árangur í loftslagsmálum við aðild að innri orkumarkaði Evrópu. Samkvæmt þessu getur ekkert ríki í heiminum náð árangri í loftslagsmálum nema ...

ÁRANS FÓLIÐ ALKAHÓLIÐ

Haustið komið og kuldinn með kófið í hæstu hæðum Á lífssinns munstri er líka séð að landi eykst í æðum. ... Höf. Pétur Hraunfjörð.
EYÞÓR MINNIR Á HVERS VEGNA EKKI Á AÐ KJÓSA SJÁLFSTÆÐISFLOKKINN

EYÞÓR MINNIR Á HVERS VEGNA EKKI Á AÐ KJÓSA SJÁLFSTÆÐISFLOKKINN

Í Fréttablaðinu á dag segir oddviti Sjálfstæðisflokksins í borginnni að nú sé rétti tíminn til að selja Gagnaveituna. Fram hefur komið í fréttum að á könnu  hennar séu grunnkerfi fjárskipta á suðvesturhorninu. Og Sjálfstæðisflokkurinn vill koma þessari mjólkurkú í hendur gróðafla. Nú séu “kjöraðstæður”. Ætli við höfum ekki heyrt þetta áður? Við höfum heyrt þetta sagt nánast í hvert sinn sem ...
HVERNIG VÆRI AÐ KJÓSA AFTUR OG SVO AFTUR?

HVERNIG VÆRI AÐ KJÓSA AFTUR OG SVO AFTUR?

Birtist í helgarblaði Morgunblaðsins 23/24.10.21. Hálf dapurlegt er að fylgjast með vandræðaganginum yfir úrslitum kosninganna. Eða öllu heldur við að finna það út hver úrslitin raunverulega voru. Öllum er eiginlega vorkunn. Og ekkert okkar kann ráð sem allir yrðu sáttir við. Spurt er hvort telja eigi aftur eða kjósa eigi aftur eða láta gott heita við svo búið. Ég hef helst verið á því síðastnefnda en er nú að hallast að valkosti sem mér finnst hafa margt til síns ágætis ...