Fara í efni

Greinasafn

Nóvember 2021

SKYLDULESNING EFTIR JÓN KARL STEFÁNSSON

SKYLDULESNING EFTIR JÓN KARL STEFÁNSSON

Jón Karl Stefánsson skrifar fróðlega en jafnframt hrollvekjandi grein um stöðu og þróun íslenska heilbrigðiskerfisins í  Stundina.   Greinin ætti að vera mitt á viðræðuborðinu um myndun nýrrar ríkisstjórnar og ekki ljúka viðræðum fyrr en sammælst hafi verið um að efla heilbrigðiskerfið og segja jafnframt skilið við einkavæðingu þess. Samstarf við Sjálfstæðisflokkinn - flokk einkavæðingar - er óafsakanlegt án slíkrar niðurstöðu auk þess sem allir flokkar, einnig VG þurfa að horfa gagnrýnið í eigin barm.  Það er ástæða til færa Jóni Karli ... 

LÝÐRÆÐIÐ ER Í HÚFI

Góð grein og þörf Ögmundur! Oft hefur verið nauðsyn en nú er nefninlega algjör þörf á róttækri greiningu á ástandinu hér hjá okkur. Þjóðin er lömuð ..... hvað næst! Nú hef ég alls ekki tekið virkan þátt í íslenskum stjórnmálum en hef fylgst grannt með síðastliðin nokkur ár. Í mínum huga er það stjórnsýslan /flokkakerfið sem aftrar því að heilbrigð þróun geti orðið. Við þurfum persónukjör og opið lýðræði. Ótrúlegt að virða þetta fyrir sér því gott fólk er þarna allsstaðar. Miðað við kyrrstöðuna svo skrýtið, síðan kemur sérhagsmunagæslan, fámennið og frænd/kunningjahyglin sem tvinnast saman ... Bergljót Kjartansdóttir

EKKI LENGUR ÞÖRF Á SAUÐAGÆRU

Í framhaldi af skrifum þínum um framkvæmdastjóra NATÓ þá teljum við að Stoltenberg sé úlfur í sauðagæru, eða hefur hann þegar stökkbreyst í úlf í úlfsfeldi? Tillaga okkar: Þýskaland verður að komast úr NATÓ - eins fljótt og auðið er! En Þjóðverjar "græningjar" munu vilja styrkja NATÓ og auka við vígbúnaðaráætlun bandalagsins. Günter Rath/Annette Groth ...
SJÁLFSTÆÐISFLOKKUR  OG VG EIGA EKKI AÐ VERA SAMAN Í RÍKISSTJÓERN NEMA …

SJÁLFSTÆÐISFLOKKUR  OG VG EIGA EKKI AÐ VERA SAMAN Í RÍKISSTJÓERN NEMA …

… ef vera skyldi í Móðuharðindum eða heimsstyrjöld. Covid dugir ekki til. Þar verður samstaða þjóðarinnar til óháð Stjórnarráðinu. Það sem Covid hefur hins vegar gert er að drepa á dreif og dylja undanslátt stjórnarflokkanna gagnvart loforðum sínum við kjósendur – það kallast málamiðlun, hljómar betur. Samkvæmt mínum skilningi hefur sú málamiðlun á nýliðnu kjörtímabili fyrst og fremst verið á kostnað félagslegra vinstri sjónarmiða. Það á við um markaðsvæðingu orkunnar, einkavæðingu og einkaframkvæmd víðs vegar um kerfið, eignasöfnun í landi, aðgangur seldur að þjóðgarði og náttúru, kvótakerfið styrkt í sessi ...
Á BARÁTTUDEGI GEGN EINELTI

Á BARÁTTUDEGI GEGN EINELTI

Hinn 8. nóvember er helgaður baráttu gegn einelti. Sá siður hefur verið að festast í sessi að hringt sé bjöllum og bílflautur þeyttar klukkan tólf á hádegi til að minna á ábyrgð okkar allra í að kveða niður einelti sem því miður þrífst allt um kring og veldur ómældri óhamingju. Í átta ár – frá 2012 til 2019 skrifuðum við Helga Björk Grétu- Magnúsardóttir saman grein til birtingar í blöðum á þessum baráttudegi gegn einelti. Árið áður en við ...

ÞAÐ VEIT ENGINN HVAÐ ÁTT HEFUR FYRR EN MISST HEFUR

Trúnaðarmenn þar tóku öll völd af tillitsleysi var ákvörðun köld á milli tanna var ´ún Anna fagleg aftaka á frjálshyggjuöld. ... Höf. Pétur Hraunfjörð.
LÁTIÐ REYNA Á ÍBÚALÝÐRÆÐI

LÁTIÐ REYNA Á ÍBÚALÝÐRÆÐI

Birtist í helgarblaðí Morgunblaðsins 06/07.11.21. Fyrir stuttu síðan gekk ég sem oftar út á Suðurgötuna í Reykjavík, geri það nær daglega. Þá sá ég að í graseyjuna á milli akreina götunnar höfðu verði grafnar holur með jöfnu millibili. Sú spurning vaknaði hvort verið gæti að til stæði að setja niður tré þarna? Þar sem ég hef mjög ákveðna skoðun á mikilfengleik og fegurð Suðurgötunnar ákvað ég að kanna hversu djúpt ristu yfirlýsingar borgarfulltrúa um grenndarkynningu, samráð og íbúalýðræði.  Nú kann vel að vera að fyrir því sé almennur vilji að fá þarna ...
NORÐURLANDARÁÐ: SINNULEYSI OG SVIK VIÐ MÁLSTAÐ

NORÐURLANDARÁÐ: SINNULEYSI OG SVIK VIÐ MÁLSTAÐ

...  Í þessum erindagjörðum var Stoltenberg framkvæmdastjóra NATÓ boðið sem sérstökum heiðursgesti á þing Norðurlandaráðs. Hann fór orðum um vaxandi ógnir og tilheyrandi öryggisleysi og svo kom áminningin um hvernig mætti tryggja frið og öryggi. Það gerði NATÓ og Evrópusambandið! ...

STRÍÐIÐ Í EFLINGU

Það kom flatt upp á almenning þegar Sólveig Anna Jónsdóttir sagði upp starfi sínu og formennsku í Eflingu. Og starfsbróðir hennar Viðar Þorsteinsson framkvæmdastjóri einnig. Það kom jafnvel enn flatar upp á fólk að ástæðan skyldi vera «vantraust» frá starfsfólki Eflingar.  Tilefni afsagnarinnar var í fyrsta lagi ályktun tveggja trúnaðarmanna starfsfólksins á skrifstofu Eflingar í júní sl. sumar. Í ályktuninni voru borin upp á stjórn Eflingar samningsbrot, tilefnislausar uppsagnir og «aftökulistar» starfsfólks. Í öðru lagi var tilefnið dramatískur fundur með umræddu starfsfólki föstudaginn 29. október. Á þeim fundi gaf Sólveig Anna hópnum ... 

VILT ÞÚ FRAMHALDSLÍF NÚVERANDI RÍKISSTJÓRNAR?

Þú segir að ekki ætti að kjósa Sjálfstæðisflokkinn en þá spyr ég þig hvern ætti yfirleitt að kjósa? Hvers vegna ætti að kjósa VG eða ætti kannski ekki að gera það? Ég spyr í ljósi undangenginna fjögurra ára og yfirstandandi stjórnarmyndunar. Ég sakna þess að heyra frá þér um þetta. Hjörleifur Guttormsson segir eftirsóknarvert að fá framhald á stjórn Sjálfstæðisflokks og VG. Ertu sammála? ... Jóhannes Gr. Jónsson.