Fara í efni

Greinasafn

2020

HVAÐ ER TIL RÁÐA EF VIÐ VILJUM EKKI STUÐIÐ?

HVAÐ ER TIL RÁÐA EF VIÐ VILJUM EKKI STUÐIÐ?

Páll Óskar Hjálmtýsson, hljómlistamaður með meiru, er með allra geðþekkustu mönnum og held ég að óhætt sé að segja að hann sé einn þeirra sem elskaður er af þjóðinni. Það er eflaust skýringin á því að milliliður á orkumarkaði flíkar honum nú mjög í augslýsingaherferð sem eflaust kostar sitt. Orkusalan, sem svo er nefnd, er slíkur milliliður og hefur á að skipa myndarlegri sveit starfsmanna eins og sjá má á heimasíðu. Þetta fyrirkomulag byggir á viðskiptamódeli sem fylgdi fyrstu orkupökkunum þar sem kveðið var á um aðgreiningu á framleiðslu, dreifingu og smásölu á raforku. Með því að fá okkur til að taka þátt í meintu stuði ...
HAMINGJUÓSKIR OG ÞAKKIR TIL ÓMARS

HAMINGJUÓSKIR OG ÞAKKIR TIL ÓMARS

Á degi íslenskrar náttúru óskum við Ómari Ragnarssyni til hamingju með afmælið – áttræðisafmælið. Það er við hæfi! Ómari Ragnarssyni kynntist ég sam samstarfsmanni á fréttastofu Sjónvarps þegar við störfuðum þar saman í áratug. Skemmtilegri, kraftmeiri, og réttsýnni manni er leitun að.   Ómar hefur, og hafði einnig á þessum tíma, ríkar skoðanir. Honum var oft mikið niðri fyrir, en alltaf var hann málefnalegur og aldrei heyrði ég hann halla orði á nokkurn mann á meiðandi hátt.   Umhyggju hans fyrir íslenskri náttúru er viðbrugðið enda engin tilviljun að ... 

OFFRAMBOÐ Á VALDI, SKORTUR Á GÓÐVILJA

Áslaug í þyrlu þeyttist um landið misnotaði þá almannafé Enn sýnir nú flótta-fólkinu valdið fádæma hroka þarna sé. Tíminn líður tæplega hratt í tímabundinni veiru Valdið gæti því marga glatt með góðvilja og fleiru. ... Höf. Pétur Hraunfjörð.

ÁRÁSIR Á FLÓTTABÖRN

Samblanda af kynþátta-, trúarfordómum og fávisku er rót að illgjörnum árásum á fjögur egypsk flóttabörn og foreldra þeirra, sem hér hafa leyft sér að guða á glugga. Mannorðsníðingar dylgja um föður barnanna, stimpla hann sem líklegan “hryðjuverkamann” ! Fyrir það ámæli eiga ekki síst börn hans að líða. Maðurinn varð aktívisti þegar “ arabíska vorið” kom 2011 til Egyptalands, andóf gegn harðræði. Ekki fer allt að óskum og frá 2014 tók við ný harðstjórn, fræg fyrir ofsóknir gegn fyrri “ ólátabelgjum” Launmorð, pyntingar, aftökur, ólögmætar fangelsanir hafa snúið að þúsundum í Egyptalandi og gera það enn. Þá eru stimplar ekki sparaðir af ...
ÖLLU MÁ NAFN GEFA

ÖLLU MÁ NAFN GEFA

Birtist í Fréttablaðinu 16.09.20. veit ég hvort er furðulegra nýafstaðin heimsókn Róbets Spanós, forseta Mannréttindadómstóls Evrópu til Tyrklands að þiggja þar viðurkenningu úr hendi valdakerfis þess lands, eða leiðari Aðalheiðar Ámundadóttur, fréttastjóra Fréttablaðsins, sem hrósar forsetanum fyrir þessa för undir fyrirsögninni:  Hugrekki. Munurinn er náttúrlega sá að Róbert framkvæmir, Aðalheiður réttlætir. Hún kallar það ...
MÁLEFNALEGUR, SANNGJARN OG SKYNSAMLEGUR MÁLFLUTNINGUR

MÁLEFNALEGUR, SANNGJARN OG SKYNSAMLEGUR MÁLFLUTNINGUR

Arnar Atlason, formaður Samtaka fiskframleiðenda og útflytjenda, var mættur til þeirra Heimis og Gulla í Bítið á Bylgjunni í morgun. Mikið er það frelsandi að heyra aðrar raddir en RÖDD stórútgerðarinnar þegar rætt er um sjávarútvegsmál á Íslandi. (Arnar sagðist reyndar þreyttur á hugtakinu “stórútgerðin” og vill fremur tala um stærstu handhafa veiðiheimilda, þ.e.a. segja stærstu kvótahafana – en það er önnur saga.)  Hvers vegna vinum við fiskinn ekki hér heima, sköpum hér störf og verðmæti í stað þess að flytja hann óunnin úr landi – tugþúsundir tonna?   Góð spurning hjá Arnari og svör hans eftir því, hlustið á þetta ...

STÓRA RÁNIÐ UNDIRBÚIÐ - FRAMHALDSUMRÆÐA NÍU - RAFORKUTILSKIPUN 2019/944 ESB - ORKUPAKKI 4

 ... Efist einhver um að þetta sé raunverulega svona í pottinn búið, þá ætti sá hinn sami/sú hin sama að spyrja sig: hefur einhvern tíma verið kosið um þetta fyrirkomulag [að Ísland yrði hluti að innri orkumarkaði Evrópu]? Hefur verið haldin þjóðaratkvæðagreiðsla um fyrirkomulagið? Kallar þjóðin sjálf eftir þessu fyrirkomulagi? Er hugtakið „lýðræði“ það fyrsta sem fólki kemur til hugar í þessu ferli öllu saman, eða frá því að fyrsti orkupakkinn var innleiddur? Eru stjórnmálamenn tilbúnir að leggja spilin á borðið í þessu máli fyrir næstu kosningar? [Þvert á flokka] ...

PCC SE. - ÚTRÁSIN TIL ÍSLANDS.  ( Um eiganda og skuldabera hans)

Þýski hringurinn PCC SE, sérhannað útrásarfyrirtæki, gumar af yfirráðum og eign á 82 leppfyrirtækjum sínum í 18 ríkjum víðsvegar um heim, einu á Íslandi. Öll bera þau sjálfstæða ábyrgð, en eiga að skila eiganda arði. Íslenska “ útibú” PCC SE hlaut nafn, BakkiSilicon hf. Eigandinn hefur ráðskast með öll umsvif þess á Íslandi og erl.viðskipti þess. En sett alla ábyrgð á herðar BakkiSilcon hf, m.a. gífurlega skuldabyrði, sem nú er að sliga útibúið á Íslandi. Við bætast ...

STUTT YFIRLIT UM ALÞJÓÐLEGA DÓMSTÓLA OG GERÐARDÓMA

Í umræðu samtímans gætir eðlilega nokkurs misskilnings hvað snertir alþjóðlega dómstóla og lögsögu þeirra. Misskilningurinn er fullkomlega eðlilegur sökum þess að dómstólarnir eru margir, þeir eru langt frá fólki í daglegum veruleika lífsins og fjalla um mál sem mörgum eru fjarlæg. Í fyrsta lagi þarf að gera greinarmun á alþjóðlegum dómstólum annars vegar og svæðisbundnum (regional courts) dómstólum hins vegar [sbr. Mannréttindadómstól Evrópu].  Í öðru lagi þarf að hafa í huga hvaða   ...
LANDINN UM LAND ALLT

LANDINN UM LAND ALLT

Birtist í helgarblaði Morgunblaðsins 12/13.09.20. Fjölskylda með ung börn fer hringinn. Gistir hér og gistir þar, ekið inn í bæi og þorp, sveitir þræddar, firðir, fjöll og fossar skoðaðir, söfnin heimsótt; rætt um mannlífið í þaula. Í stuttu máli: Íslands notið í botn. Þannig var sumarfrí þorra landsmanna að þessu sinni af ástæðum sem við öll þekkjum.  Breiðafjarðarferjan leggst að bryggju á Brjánslæk. “Hér fæddust þríburar, þeir einu á Vestjörðum,” kvað tíu ára stúlka upp úr með og hingað kom Hrafna-Flóki. “Hvernig veistu það?”  ...