Fara í efni

Greinasafn

Mars 2017

NÝGENGI FJÁRGLÆFRA-MENNSKU Á ÍSLANDI

Frá aldamótunum 2000 og fram að hruni íslenska efnahagsundursins, árið 2008, mátti greina stóraukið nýgengi fjárglæframennsku á Íslandi.
MBL  - Logo

HVER Á AÐ SELJA ÁFENGI: HVAÐ SEGJA RANNSÓKNIR?

Birtist í Morgunblaðinu 23.03.17.. Fyrir fáeinum dögum var haldinn fróðlegur upplýsingafundur í Iðnó í Reykjavík sem tengist umdeildu frumvarpi sem nú er í meðförum Alþingis um að færa smásöludreifinguna á áfengi til einkaaðila.
Ögmundur Þór 2017

HVATNING!

Mig langar til að hvetja ykkur að koma á tónleika Ögmundar Þórs Jóhannessonar í Hannesarholti, laugardaginn 1. apríl klukkan 20.. Það er ekki vegna þess að Ögmundur heitir sínu ágæta nafni sem ég er með þennan áróður heldur vegna þess að enginn sem kemur á tónleika þessa gítarsnillings verður af því svikinn.

HLIÐHOLLUR HRÆGÖMMUM

Dauðans gildru duttum í. og dálitla þanka. Hrægammar nú herja á ný. með hliðhollum banka. Sigga og Hreiðar sjáum á ný. með sjálfan Óla blanka. En vogunarsjóðir með vinum í. versluðu Arionbanka.. Pétur Hraunfjörð . .  . .                                                  .
Gunnar Stefáns

GUNNARI STEFÁNSSYNI ÞAKKAÐ

Andrés Björnsson, fyrrverandi útvarpsstjóri, hefði orðið hundrað ára á fimmtudaginn í vikunni sem leið. Í tilefni þess var á dagskrá Ríkisútvarpsins síðastliðinn sunnudag, þáttur sem Gunnar Stefánsson gerði um Andrés árið 1999 skömmu eftir andlát hans í árslok 1988.
MBL  - Logo

ER ÞAÐ AÐ TAKAST SEM THATCHER TÓKST EKKI?

Birtist í helgarblaði Morgunblaðsins 18/19.03.17.. Margaret Thatcher, járnfrúin breska, fyrrum forsætisáðherra Bretlands, vissi hvað hún vildi.

KREPPA Á ALLA KANTA

Gengisfelling brátt greiðir för. gróða spekúlanta. Yfirleitt fljótt svo verðum vör. við kreppu á alla kanta.. Pétur Hraunfjörð
Áfengi - spíri

FRÓÐLEGIR FYRIRLESTRAR Á IÐNÓFUNDI

Opni fundurinn í Iðnó í gær þar sem fjallað var um hvernig dreifingarmáti á áfengi hefði áhrif á neyslu þess, var mjög góður.

HLÁTUR Í SJÓNVARPSSAL: SNEMMBÚIÐ BERGMÁL LIÐINNAR TÍÐAR

Ég var að horfa á aulaumfjöllun um áfengisfumvarpið í þætti Gísla Marteins í Sjónvarpinu. Gríðarlega fyndið, enda mikið hlegið þegar reynt var að gera andstöðu við að færa verslunarkeðjunum áfengisverslunina hallærislega.. Ekkert undarlegt með tvo pólitíska stuðningsmenn stórmarkaðanna í þættinum, Illuga Gunnarsson, fyrrverandi þingmann Sjálfstæðisflokksins og Gísla Martein, þáttastjórnandann sjálfan, sem er fyrrverandi borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins og fylgismaður alls þessa væntanlega og greinilega.
Iðnó - 2

HVET YKKUR AÐ KOMA Á KLUKKUTÍMA HÁDEGISFUND Í IÐNÓ

Fyrirlesararnir á hádegisfundinum í Iðnó á morgun, sem greint hefur verið frá hér á síðunni, eru tveir og fjalla báðir um spurningu dagsins: Hver á að selja áfengi? Hvað segja rannsóknir? . Hitamálið sem nú skekur Alþingi, er hvort banna eigi með lögum að áfengisverlunin verði á hendi samfélagsins eins og nú er eða einkaaðilum fengin hún í hendur með lögskipun.