Fara í efni

Greinasafn

Mars 2015

ALMENNINGUR STOFNI BANKA

Bankarnir hafa algerlega glatað trúverðugleika sínum. Nú er ekki um annað að gera en byrja frá grunni, láta núverandi kerfi lönd og leið, því er ekki viðbjargandi og síðan eigum við, almenningur, að stofna banka sem þjónar okkur og engum öðrum.
Hrægammarnir

VIÐ EÐA HRÆGAMMARNIR?

Í síðasta tölublaði DV kemur fram að blaðið hefur undir höndum skrá yfir kröfuhafa í þrotabú Glitnis. Þar kemur fram að vogunarsjóður í eigu George Sorosar, þess hins sama og frægur varð að endemum fyrir að fella breska pundið árið 1992 og hagnast við það um gríðarlegar upphæðir á spákaupmennsku sinni , hafi keypt af spákaupmönnum af sama sauðahúsi, Burlington Loan Management, kröfur i Glitni sem nemi 44 milljörðum.

BANKABALL NÚMER TVÖ

Sæll Ögmundur, ég vildi vita hvort þú styddir þessar erlendu lántökur bankanna í ljósi þess að þær leiddu til sögulegs fjármálahruns hér fyrir 7 árum.
Brennivín í búðirnar

NOKKUR DÆMI UM HAGSMUNAGÆSLU UTAN ÞINGS OG INNAN

Nýlega heyrði ég þingmann sem styður að Áfengsverslun ríkisins verði lögð niður og áfengi hér eftir selt í almennum matvörubúðum réttlæta skoðun sína  með þeirri „röksemd" að það væri „eitthvað" rangt við að ríkið verslaði með áfengi.

AÐILD AÐ ÞROTABÚI

Evrópusambandið er bandalag evrópsks einokunarauðvalds og auðhringa um hagsmuni sína. Þar ræður fjármagnið för, gjarnan í samfloti við iðjuhölda og stórfyrirtæki.. . Ein stór blekking ESB-sinna er að sambandið ráði í raun litlu um innri málefni aðildarríkjanna.
unpa 2

LÝÐRÆÐISVÆÐUM SAMEINUÐU ÞJÓÐIRNAR!

Í dag lagði ég fram á Alþingi tillögu til þingsályktunar um stofnun þings kjörinna fulltrúa innan Sameinuðu þjóðanna og tek þar með undir með alþjóðlegum samtökum sem beita sér fyrir því að gera stjórnkerfi Sameinuðu þjóðanna lýðræðislegra. (samtökin heita United Nations Parliamentary Assembly, UNPA: en.unpacampaign.org/index.php )  . . Til þess að breyta stofnanankerfi Sþ þarf  samþykki 2/3 aðildarríkjanna og neitunarvald stórveldanna í Öryggisráðinu nægir til að fella allar breytingartillögur.

KAÞÓLSKA KIRKJAN BORGI

Ég er sammála því sem þú sagðir einhvers staðar í fjölmiðlum, að Kaþólska kirkjan á að borga sanngirnisbætur fyrir þau ungmenni sem urðu fyrir ofbeldi í Landakotsskóla og langar mig til að hvetja ríkisstjórnina til að höfða mál á hendur kirkjunni til að ná í þessa peninga.
Hanni hamingjusami

HAMINGJUSAMASTI HÆGRI MAÐUR Í HEIMI

Vísir.is segir frá sérstæðri könnun háskólamanna. Hún varðar samhengið á milli hamingju og stjórnmálaskoðana.Samkvæmt kenningunni eiga eindregnir hægri menn að vera hamingjusamari en þeir sem eru vinstrisinnaðir.http://www.visir.is/er-hamingjusamasti-hannes-i-heimi/article/2015150309763. Vefmiðillinn leitar eðlilega til prófessors Hannesar Hólmsteins Gissurarsonar, sem er tvennt í senn,hægri sinnaður og gríðarlega hamingjusamur að eigin sögn.

TIL HVERS BÓNUSGREIÐSLUR Í BÖNKUM?

Ég hef verið að fylgjast með umræðum á Alþingi um bónusa í bönkunum og verð að segja eins og er að ég ætlaði varla að trúa því að ríkisstjórnin vogaði sér að setja fram frumvarp um auknar heimildir til bónusgreiðslna.
FB logo

TiSA

Birtist í Fréttablaðinu 03.03.15.. TiSA hljómar einsog kisa. Kisa og TiSA eiga ýmislegt sameiginlegt, fara hljóðlega um, læðast og læðupokast, saklaus á að sjá, þótt í eðlinu sé að finna grimma og óvægna þætti.