Fara í efni

Greinasafn

Mars 2015

Fréttabladid haus

HEILBRIGÐISÞJÓNUSTUNNI Á EKKI AÐ BREYTA Í KYRRÞEY

Birtist í Fréttablaðinu 25.03.15.. Það mun hafa verið undir aldarlokin að kunningi minn lá banaleguna á Borgarspítalanum í Reykjavík með óviðráðanlegt krabbamein.
Stundin - Jóhann Páll

HVERNIG SKYLDU ÞAU SOFA Á NÓTTUNNI?

Í marsútgáfu Stundarinnar, nýs blaðs sem er að hasla sér völl sem prentmiðill og vefmiðill, skrifar Jóhann Páll Jóhannsson, blaðamaur mjög góða og upplýsandi grein um dróna - mannlaus sprengjuloftför Bandaríkjahers.
Fúsi - Dagur Kári

FRÁBÆR FÚSI

Í ávarpsorðum Dags Kára, kvikmyndaleikstjóra við frumsýningu Fúsa, nýrrar kvikmyndar eftir hann, sem frumsýnd var dag, sagði hann að hugmyndin hefði kviknað í Leifsstöð fyrir nokkrum árum þegar hann einhverju sinni var þar að bíða eftir flugi.
Attac -

ATTAC STENDUR VAKTINA

Samtökin ATTAC  voru stofnuð árið 1998 til að standa vaktina gegn ásælni alþjóðafjármagnsins. ATTAC er hugmyndalegt skyldmenni Tobin-skattsins en James Tobin setti fram þá tillögu ári eftir að Nixon stjórnin í Bandaríkjunum ákvað árið 1971 að afnema gullfótinn sem grundvöll gjaldeyrisviðskipta.
Skuldaleiðrétting - auðkenni

ÞAÐ HEFUR FORGANG AÐ STAÐFESTA

Í sölum Alþingis og í ræðu og riti í fjölmiðlum, m.a. hér á síðunni hef ég gagnrýnt hvernig ríkið hefur þvingað einstaklinga til þess að gerast viðskiptavinir fyrirtækisins Auðkennis sem er í eigu bankanna,  til að fá svokallaða rafræna aðkomu í því skyni að staðfesta leiðréttingu lána sinna hjá embætti Ríkisskattstjóra.

EINOKUN OG RAFRÆN SKILRÍKI

Ég vil vekja athygli á þeirri einokun og þvingun sem felst í rafrænum skilríkjum eins og fyrirkomulag þeirra er að verða hér á landi.

HINN RÁÐSNJLALLI BRÉFBERI

Bréfberinn Ráðsnjalli Bragi. er brögðóttur af versta tagi. þoldi ekki þrefið. fór með bréfið. að ESB-umsókn til baka dragi.. . Pétur Hraunfjörð
DV - LÓGÓ

BJARNI OG DRÍFA

Birtist í DV 17.03.15.. Ólíkt hafast þau að fjármálaráðherrann og framkvæmdastjóri Starfsgreinasambandsins. DV greindi nýlega frá því að Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra, væri með á döfinni breytingu á lögum sem fæli í sér afnám á launaþaki á forstjóra ríkisstofnana.
Fréttabladid haus

HAGSMUNABARÁTTA Á ALÞINGI

Birtist í Fréttablaðinu 17.03.15.. Pistlahöfundur Fréttablaðsins, Sif Sigmarsdóttir, rithöfundur, skrifar mikinn vandlætingarpistil um framgöngu mína í deilum um áfengisfrumvarpið á þingi, síðastliðinn föstudag.

Á ÍSLANDI ÞARF EKKI AÐ FELA SPILLINGUNA!

DV greinir frá þóknunum til stjórnenda bankanna. Bankaráðsformaður Landsbankans fær 8,4 milljónir á ári. Það gerir 700 þúsund krónur fyrir hvern fund.. Bankastarfsemi, laun æðstu stjórnenda, millistjórnenda, bankaráðsmanna og annarra sem eru á "spenanum" er að verða mjög lík því sem var árin fyrir hrun bankanna.. Munurinn er þó sá að á árunum fyrir hrun voru ofurlaunin og "sporslurnar" rélættar með því að ábyrgð þeirra sem slíkra sérkjara nytu væri mikil.. Nú vitum við betur!. Hvers vegna voru allir bankarnir, sem fyrir hrun voru allt of stórir fyrir íslenskt efnahagslíf allir endurreistir til að verða allt of stórir fyrir land í efnahagshöftum?. Munur á Íslandi og öðrum löndum, sem við viljum bera okkur saman við, er sá að á Íslandi þarf ekki að fela spillinguna!Kveðja,. Sveinn.