Fara í efni

Greinasafn

Febrúar 2015

BJARNI VILLIR UM

Hvernig getur Bjarni sett fram þetta skilyrði um leið og hann segist gefa fulla og óskoraða heimild fyrir kaupunum nema til að slá ryki í augu fólks?. Finnbogi
peningahausinn

PENINGAR Í PARADÍS

Grein með sama titli birti ég í Morgunblaðinu í árslok árið 2000 og er hana að finna hér á síðunni: http://ogmundur.is/news.asp?ID=654&type=one&news_id=857). . Tilefnið voru yfirlýsingar þáverandi bankastjóra Landsbankans um nauðsyn þess að eignamenn gætu leitað í skjól með auðævi sín, "sín stærri mál", einsog það var orðað.
Leiðtogar í París

HVERJU Á MAÐUR AÐ TRÚA?

Ég stóð í þeirri trú að leiðtogar rúmlega fimmtíu ríkja, auk fulltrúa einhverra ríkja til viðbótar, hefðu staðið í fararbroddi tveggja milljóna Frakka til stuðnings tjáningarfrelsinu eftir morðin í París í ársbyrjun.

LÖG UM HEIMILS-OFBELDI Í ÞÝSKALANDI, ÍSLANDI OG FRAKKLANDI

 . Nálgunarbann.             Nálgunarbann (sbr. og Einstweilige Anordnung[i]) er skilgreint í 1. gr. laga nr.

ÓLAFUR SVARAR ÞÓRÓLFI

Þórólfi Matthíassyni, prófessor í hagfræði við Háskóla Íslands, mislíkaði pistill sem ég skrifaði í helgarblað Morgunblaðsins fyrir skömmu  um mismunandi vægi atkvæða við rektorskjör og færi vægið eftir prófgráðum.
Alþjóðadómstóllinn Haag

MANNRÉTTINDI TIL UMRÆÐU Í ALÞJÓÐADÓMSTÓLNUM Í HAAG

Í vikunni var mér boðið að sækja, og reyndar einnig stjórna, ráðstefnu sem haldin var á vegum Institute of Cultural Diplomacy í samvinnu við Alþjóðadómstólinn í Haag í Hollandi en ráðstefnan fjallaði um  mannrétti og alþjóðarétt: "An Interdisciplinary Analysis of the Role of International Law in Promoting Human Rights.". Á fjórða tug mjög áhugaverðra fyrirlestra voru haldnir á ráðstefnunni en fyrirlesarar voru þingmenn víðs vegar að úr Evrópu sem hafa látið mannréttindi til sína taka, fræðimenn frá nokkrum Evrópulöndum, að ógleymdum dómurum bæði við Alþjóðadómstólinn í Hag, þar á meðal forseti og varaforseti dómstóldins og  dómarar við Alþjóðaglæpadómstólinn og aðrir aðilar innan þessara stofnana.. Dómararnir sem töluðu á ráðstefnunni komu frá öllum heimshornum og var fróðlegt að hlýða á mál þeirra og hvernig þeir mátu þróun mála.Bjartsýni var ríkjandi að heimurinn væri að þoka sér fram á við í þessum efnum þrátt fyrir erfiðleika sem við væri að etja vegna vaxandi spennu í alþjóðasamskiptum.Í hálfa öld var heiminum haldið nánast í gíslingu af Kalda-stríðs stórveldum og voru hryllileg ódæðisverk látin óátalin af þessum sökum.
MBL- HAUSINN

VALD TIL SÝNIS

Birtist í helgarblaði Morgnblaðsins 01.02.15.. Nýlega kom ég í Colosseum, fjölleikahús Rómverja til forna. Það rúmaði á sinni tíð sjötíu þúsund áhorfendur.

PASSAMÁLA-RÁÐHERRA FÆR STUÐNING

Mér sýnist og heyrist í fjölmiðlum að fyrsti flutningsmaður frumvarpsins um að koma brennivíni í matvörubúðir og náttúru-passa-mála-ráðherrann hafi náð saman um þingmál hvors annars.

UNDARLEG VINNUBRÖGÐ

Ragnheiður Elín Árnadóttir, ferðamálaráðherra, hefur haft tvö ár til að undirbúa gjaldtöku á ferðamenn. Nú segir hún á Alþingi að þar sé nú afurðin af vinnu hennar komin fram, frumvarpið um náttúrupassa.

Á EFTIR AÐ FARA Í KERIÐ

Ég sakna þess í umræðunni um náttúrupassann að ekki sé tekið harðar á ólöglegri innheimtu við Kerið í Grímsnesi þar sem enn er rukkað og á öðrum stöðum þar sem ólöglega var rukkað síðastliðið sumar.