Eins og ég hef skilið orð Píratana í framboðsham þá er internetið lausnin, eða öllu heldur sá fólksfjöldi sem veitir stjórnvöldum aðhald með upplýsingar að vopni.
Í tvígang hef ég beint sjónum að því hvert menn vilji halda á komandi kjörtímabili varðandi skatta og hef ég minnt á að ekki sé annað að heyra en að Sjálfstæðisflokkurinn vilji koma á svipaðri stefnu og hann gekkst fyrir í aðdraganda hruns með aðstoð Framsóknarflokksins.
Ég er hjartanlega sammála Arndísi Soffíu Sigurðardóttur, sem skipar 1. sætið hjá VG á Suðurlandi, í bloggi hennar á Smugunni þar sem hún segir hve miklu máli hafi skipt hver gegndi ráðherraembætti í dómsmálaráðuneytinu og síðar innanríkisráðuneytinu, hvað mannréttindamálin varðar.
Í gær var birt skoðanakönnun á Stöð 2 um fylgi flokkanna í væntanlegum Alþingiskosningum. Hér að ofan má sjá mynd af því hvernig Alþingi yrði skipað ef niðurstöður þessarar skoðanakönnunar ganga eftir.
Hvers vegna átti Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstrihreyfingarinnar græns framboðs, auðvelt með að svara fyrir stefnu Vinstrihreyfingarinnar græns framboðs í Sjónvarpinu í kvöld? Það var ekki einvörðungu vegna þess að hún er vel máli farin og rökföst, heldur vegna hins að hún talar fyrir stefnu sem rímar vel við skynsemina.
Frá Iðnófundinum: Í ræðustól fundarstjórinn, Inga Sigrún Atladóttir, bæjarfulltrúi í Vogum. Árangur af starfi okkar í Innanríkisráðuneytinu til að efla beint lýðræði er nú smám saman að koma í ljós.