Fara í efni

Greinasafn

2008

ÞÖRF Á FLEIRI FLOKKUM?

Nú bendir ýmislegt til þess að nýtt stjórnmálaafl sé í mótun í framhaldi af borgarafundum o.fl. Flokkur alls kyns fólks sem á það sammerkt að vilja breytingar.
MBL  - Logo

GEIR OG INGIBJÖRG MEÐ NÝJA SÉRRÉTTINDAÚTGÁFU

Birtist í Morgunblaðinu 26.11.08.. Það var lítil reisn yfir því af hálfu oddvita ríkisstjórnarflokkanna að velja Þjóðmenningarhús Íslands til að kynna nýja sérréttindaútgáfu af eftirlaunalögunum illræmdu.

UM SAMFYLKINGU, FRAMSÓKN, SEÐLABANKA OG...

Ætlar Samfylkingin að drepa sig endanlega í bandalaginu við íhaldið Ögmundur? Ég hef nú frekar verið hallur undir að þið VG menn og Samfylkingin tækjuð við völdunum hér í landinu eins og þú veist og helst með Framsókn, en nú er mér að verða nokkuð mikið brugðið með þetta.

GERIÐ BETUR GREIN FYRIR STEFNUNNI

Sæll Ögmundur.. Enn vil ég skipta mér af síðunni þinni. Nú hafa einhverjir þingmenn stjórnarinnar sagt að þið stjórnarandstaðan, og þá hefur nú ábyggilega aðallega verið meint þið í Vinstrihreyfingunni, hefðuð engar hugmyndir, engar björgunarhugmyndir ef þið kæmust til valda.

ÖGRUN

Það var sérstök lífsreynsla að koma að lögreglustöðinni við Hlemm seinnipartinn  á laugardaginn. Lögreglumenn gráir fyrir járnum fylltu tröppurnar og þétt andspænis þeim stóðu mótmælendur sem kröfðust þess að fá félaga sinn leystan úr haldi.
BSRB_Verjum-velf_nov_2008lt

FJÖLMENNUM Á INGÓLFSTORGIÐ Í REYKJAVÍK Í DAG!

BSRB, Félag eldri borgara í Reykjavík, Landssamtökin Þroskahjálp og Öryrkjabandalag Íslands standa fyrir útifundi á Ingólfstorgi í dag, mánudaginn 24.
MORGUNBLAÐIÐ OG RÍKISSJÓNVARPIÐ BRUGÐUST

MORGUNBLAÐIÐ OG RÍKISSJÓNVARPIÐ BRUGÐUST

Ósköp var dapurlegt að lesa laugardagsútgáfu Morgunblaðsins og verða vitni að því hvernig blaðið reyndi að draga ríkisstjórnina að landi í eftirlaunamálinu.

Á AÐ AFNEMA VÍSITÖLUBINDINGU TÍMABUNDIÐ?

Ömurlegt þótt mér að hlusta á þig mæla verðtryggingunni bót. Lagðist marflatur undir yfirklórið í Jóhönnu.

BURT MEÐ ÓSTJÓRNINA!

Heill og sæll Ögmundur.. Ég les alltaf síðuna þína og mér finnst hún gefa raunsæja mynd af ástandinu á landinu bláa.Ég er steinhissa á því, að ríkisstjórn, sem hefur gert þjóðina gjaldþrota skuli ekki annað hvort segja af sér, sem væri mannsæmandi, eða þá hreinlega verða rekin.Óstjórnin sýnir, að þörf er á fólki, sem kann sitt "fag." . Krafa fjöldans á Austurvelli virðist ekki hafa áhrif á þessa óstjórn.

ÚTLENDUR HERNAÐAR-SÉRFRÆÐINGUR STÝRIR GEIR!

Sæll Ögmundur..... Tók engin eftir fréttinni 21. þessa mánaðar að forsætisráðherra vor Geir Hilmar hafi erlendan hersérfræðing sér við hlið til að leiðbeina sér um framkomu sína gagnvart íslensku þjóðinni? Að það verði að sína Íslendingum festu, sína öryggi og láta þjóðina ekki komast upp með að "ybba sig"? Sem sé að forsætisráðherrann hafi útlenskan hermálasérfræðing til að segja sér fyrir verkum, hvernig hann eigi að koma fram við íslensku þjóðina.