Birtist í DV 17.09.07.Íslendingar eiga ekki að láta það gerast að auðlindum þjóðarinnar verði stolið. Nóg er komið með því að ræna þjóðina aulindum sjávar og löngu mál til komið að endurheimta þær.
Á undanförnum dögum hefur SFR, Stéttarfélag í almannaþjónustu, stærsta aðildarfélag BSRB birt mjög svo merkilega kjarakönnun, sem viðsemjendur félagsins verða að gefa gaum að í komandi kjarasamningum.
Drífa Snædal skrifar athyglisverða og mjög umhugsunarverða grein hér á síðuna þar sem hún fjallar um þá gegndarlausu auðhyggju sem læsir sig nú um þjóðarlíkamann.
Sæll.Saga Íslendinga hefur gengið í bylgjum. Stundum hefur okkur vegnað vel og stundum illa. Stundum höfum við gengið í gegnum niðurlægingartímabil og á öðrum stundum hefur andinn risið hátt.
Eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum hefur markaðshyggja stjórnvalda náð nýjum hæðum. Allt er sett á mælistiku peninganna og engin mótstaða virðist vera við einkavæðingu og einkarekstur.
Í framhaldi af skrifum þínum um sparisjóðina þá vil ég benda þér á "skoðun Viðskiptaráðs." Sérstaklega málsgreinina: "Viðskiptaráð telur því æskilegt að leita sanngjarnra leiða við að koma eigin fé sjóðanna að fullu til handa stofnfjáraðilum".