Fara í efni

Greinasafn

Apríl 2007

SA Í EIGIN HEIMI?

Kæri Ögmundur. Lifa samtök atvinnulífsins í eigin heimi þegar þau mæla með stóriðju? Bestu kveðjur,Jón ÞórarinssonSannast sagna er ég undrandi á því að fyrirtækin í landinu skuli ekki andmæla þessum áherslum SA sem sannanlega stríða gegn hagsmunum íslensk atvinnulífs.Með kveðju,Ögmundur.
KOSNINGABARÁTTA AÐ KOMAST Á FULLAN DAMP !

KOSNINGABARÁTTA AÐ KOMAST Á FULLAN DAMP !

Augljóst er að málflutningur Vinstrihreyfingarinnar græns framboðs fellur í góðan jarðveg hjá þjóðinni. Skoðanakannanir gefa til kynna að VG hafi byr í seglin.

HVAÐ VAKIR FYRIR "FRÉTTASTOFU" RÚV?

Ég vil leyfa mér að spyrja hvort viðtal í fréttatíma RÚV við Halldór Ásgrímsson, diplomat Íslands (okkar allra) á Norðurlöndum, í upphafi vikunnar hafi átt að þjóna einhverjum fréttatengdum tilgangi eða hvort einfaldlega var verið að reyna að gleðja tiltekinn stjórnmálaflokk sem ég varla nenni að nefna á nafn? Diplómatinn hafði akkúrat ekkert fram að færa í viðtalinu annað en að hann teldi að gamli flokkurinn sinn myndi reisa sig við fyrir komandi kosningar og að VG væri ekkert annað en loftbóla! Getur verið að "fréttastofa" RÚV líti á sig nú orðið sem eins konar loftbólu fréttamiðil? Öðru vísi mér áður brá.

LÁTUM EKKI FÁTÆKT ÚTILOKA FÓLK FRÁ ÞJÓÐFÉLAGINU

Ég er hjartanlega sammála Sunnu Söru hér á síðunni hjá þér að misréttið er mesta meinsemdin í þjóðfélagi okkar.

ER EINKAREKSTUR LAUSNIN?

Nú hefur verið uppi mikil umræða um einkarekstur innan skólakerfisins og í síðasta Silfri Egils var Margrét Pála mætt til að tala fyrir því að það væri kvenfrelsismál að einkavæða skólakerfið að mér skildist.
MEIRA MISRÉTTI Í EINKAVÆDDRI ALMANNAÞJÓNUSTU

MEIRA MISRÉTTI Í EINKAVÆDDRI ALMANNAÞJÓNUSTU

Óhætt er að segja að Margrét Pála Ólafsdóttir hafi kveikt umræðu í Silfri Egils um síðustu helgi en þar talaði hún fyrir einkarekstri velferðarþjónustunnar.
NÚ VILJA ALLIR VERA HAFNFIRÐINGAR !

NÚ VILJA ALLIR VERA HAFNFIRÐINGAR !

Niðurstaða kosninganna í Hafnarfirði er almennt túlkuð sem tímamót í íslenskum stjórnmálum. Hér hafa stjórnvöld stefnt að því leynt og ljóst að gera áliðnað að helsta atvinnuvegi Íslendinga og hafa þau ekki sést fyrir í ákafa sínum í þessu efni.
ENDURNÝJUN OG KRAFTUR Í VG !

ENDURNÝJUN OG KRAFTUR Í VG !

Að undanförnu hefur Vinstrihreyfingin grænt framboð efnt til funda víðs vegar um landið með fulltrúum af framboðslistum flokksins.

HAFNARFJARÐARSIGRI ÞARF AÐ FYLGJA EFTIR Í VOR

Sæll Ögmundur. Mig langar til að óska Hafnfirðingum til lukku með mjög afgerandi niðurstöðu í kosningunni í fyrradag.

MISRÉTTIÐ ER MESTA MEINSEMDIN

VG þarf að vera meira afgerandi varðandi velferðarmálin og í tillöguflutningi um að útrýma fátækt í landinu.