Guðfríður Lilja Grétarsdóttir: AÐ DEYJA EINN
09.01.2007
Nýverið fannst kona á tíræðisaldri látin í Reykjavík. Hún hafði verið dáin í rúman mánuð, ein á heimili sínu, þegar lát hennar uppgötvaðist.Það kemur reglulega fyrir á Íslandi að aldraðir einstæðingar deyi einir - og liggi dögum eða vikum saman á heimili sínu áður en komið er að þeim, rotnandi.