Fara í efni

Greinasafn

Janúar 2006

DV GERIST MÁLSVARI HARÐLÍNU HÆGRI STEFNU

Það á ekki af DV að ganga. Tveir ritstjórar segja af sér vegna mótmæla í landinu út af stefnu þeirra við ritstjórn blaðsins.

FRÉTTABLAÐINU FLETT

Á leið minni til Marseille í Suður-Frakklandi, hafði ég íslensku blöðin til að fletta og lesa. Í öllum blöðunum gat að finna tilefni – stór og smá – til umhugsunar.

STAKSTEINAR OG PÓLITÍSKAR RANNSÓKNAMIÐSTÖÐVAR

Morgunblaðið gerir að umfjöllunarefni skrif mín hér á síðunni um svokallaða Rannsóknamiðstöð um samfélags- og efnahagsmál,  RSE.  Ég vakti athygli á þeim aðilum, sem að miðstöðinni standa en þeir eru flestir, ef ekki allir, af frjálshyggjuvæng stjórnmálanna, enda er markmið Rannsóknamiðstöðvarinnar að: „efla skilning og mikilvægi frjálsra viðskipta og eignaréttinda…“  Á vegum þessarar stofnunar var nýlega birt skýrsla um Ísland og alþjóðaviðskipti og vakti ég athygli á því að þar hefðu höfundar lýst því blákalt yfir að skýrslan væri skrifuð í því augnamiði að „tíunda kosti alþjóðaviðskipta…“  Þetta sagði ég að virtist ekki vera sérlega fræðileg nálgun.
FJÁRFESTINGARMÖGULEIKAR FRAMUNDAN Í VATNI SEGJA FRAMSÓKNARFJÁRFESTAR

FJÁRFESTINGARMÖGULEIKAR FRAMUNDAN Í VATNI SEGJA FRAMSÓKNARFJÁRFESTAR

Ólafur Ólafsson stjórnarformaður Olíufélagsins kom fram í sjónvarpsfréttum í gær til að leggja áherslu á siðferði í viðskiptum.

ERU 6-19 KRÓNUR EINHVER OFRAUSN FYRIR HANNES SMÁRASON?

Mikið fjaðrafok hefur verið í samfélaginu allt frá því út spurðist um tvo starfslokasamninga og laun forstjóra FL-Group.
NÝ “RANNSÓKNARSTÖД VILL AUKA SKILNING Á “EIGNARÉTTINDUM”

NÝ “RANNSÓKNARSTÖД VILL AUKA SKILNING Á “EIGNARÉTTINDUM”

Að undanförnu hefur talsvert verið fjallað um nýútkomna skýrslu eftir hagfræðingana Tryggva Þór Herbertsson, Halldór Benjamín Þorbergsson og Rósu Björk Sveinsdóttur, sem ber heitið Ísland og alþjóðaviðskipti.

UM EFTIRLAUNAFORRÉTTINDI ÞINGMANNA OG RÁÐHERRA

Sæll Ögmundur. Ég vildi benda þér á frétt í Fréttablaðinu 5. janúar og gera athugasemd við hana: Í fréttinni segir: "Eftirlaunafrumvarpið varð umdeilt og þá sérstaklega sú staðreynd að ráðherrar og þingmenn gætu hafið töku eftirlauna þó að þeir væru í fullu starfi hjá hinu opinbera." Þetta er röng fullyrðing.
ALÞJÓÐASAMTÖK LAUNAFÓLKS VILJA ALÞJÓÐAVÆÐINGU Á RÉTTLÁTUM FORSENDUM

ALÞJÓÐASAMTÖK LAUNAFÓLKS VILJA ALÞJÓÐAVÆÐINGU Á RÉTTLÁTUM FORSENDUM

 Í Fréttablaðinu í gær furða menn sig á áherslum BSRB varðandi Doha-viðræðurnar svokölluðu, sem fram fara á vegum Alþjóðaviðskiptastofnunarinnar, WTO.

ÁRAMÓTAVEISLA

Sæll Ögmundur.Það eru orðnir nokkrir mánuðir síðan ég hafði samband við þig síðast. Ástaðan er einföld.

SÓKNIN INN Á MIÐJUNA OG ÝMIS KONAR ÞRÁHYGGJA

Athyglisverður pistill hjá S. Pálssyni. ( Hér er vísað í lesendabréf hér á síðunni 15/12, sjá slóð að neðan ÖJ) Ef mig brestur ekki athygli og minni, byrjaði þessi frasakennda síbylja um "sókn inn á miðjuna" í Staksteinum i miðri prófkjörsbaráttu sjálfstæðismanna í Reykjavík.