Fara í efni

Greinasafn

Ágúst 2005

HVORT BERJAST SAMTÖK VERSLUNAR OG ÞJÓNUSTU FYRIR HAG VERSLUNAREIGENDA EÐA NEYTENDA?

Það er að vissu leyti aðdáunarvert að gefast ekki upp í baráttu fyrir málstað sinn. Að sjálfsögðu spillir ekki að málstaðurinn sé góður.

ÞÖRF Á VINSTRI STJÓRN

Ísland bráðvantar vinstri stjórn; ríkisstjórn sem af alefli beitir sér fyrir því að koma á jöfnuði í landinu og útrýma því misrétti sem fylgt hefur ríkisstjórnum Sjálfstæðisflokksins frá því hann komst til valda árið 1991.

HAMAGANGUR Í HOLLANDI ÚT AF "VITRÆNNI HÖNNUN" = "INTELLIGENT DESIGN"

Fyrir fáeinum dögum fjallaði ég í Bandaríkjapistli  mínum hér á síðunni um nokkuð sem á ensku er kallað Intelligent Design og ég hef þýtt sem Vitræn Hönnun.
AMERÍKUPISTILL

AMERÍKUPISTILL

Í sumar dvaldi ég ásamt konu minni um nokkurra daga skeið í St. Paul og Minneapolis, "tvíburaborgunum" svonefndu í Minnesotaríki í Bandaríkjunum.

SPURT UM KJÖR ALDRAÐRA

Munið þið reyna að komast í ríkisstjórn í næstu kosningum, og hvað ætlið þið að gera í málum aldraðra?Ólafía Margrét ÓlafsdóttirÞakka þér þessa fyrirspurn Ólafía.

ÚTBOÐ Á KOSTNAÐ STARFSFÓLKS

Ég vil bara benda á þegar sveitafélög eru að selja eða bjóða út vélmiðstöð, sorphreinsun og fl., þá er oftar en ekki verið að henda út af vinnumarkaði fólki með takmarkaða starfsorku.

AÐKOMA BORGARBÚA AÐ PÓLITÍSKRI STEFNUMÓTUN EÐA VALI Á "LEIÐTOGA"?

Ég skal játa að heldur kom mér á óvart að menn skyldu ekki sýna meiri lipurð í samningaviðræðum um framhald á R-listasamstarfinu en raun ber vitni og beini ég sjónum mínum þar einkum að Samfylkingunni.

HERNAÐARÁRÓÐUR FRAMLEIDDUR Í KRÝSUVÍK

Segðu mér Ögmundur, eiga einhverjir stór-jarðröskunarmenn úr bandarískum kvikmyndaiðnaði að komast upp með að hóta íslenskum fréttamönnum?  Hver leyfir þetta eiginlega, eru það núverandi stjórnvöld, ofan á allt?  Vonandi fara íslenskir kjósendur að átta sig á hvers konar endemis liðleskjur stýra landinu.

SÉRA GUNNÞÓR, ÖGMUNDUR, CLINT, ÉG OG LANGALANGAFI

Langalangafi minn í föðurætt var Beinteinn Stefánsson. Fæddur í Hjallasókn í Ölfusi, Árnessýslu 23. október 1816.

SÉRA GUNNÞÓR OG CLINT

Seinni partinn í júlí birtist umhugsunarverð grein í Morgunblaðinu eftir séra Gunnþór Ingason, sóknarprest í Hafnarfirði en hann er jafnframt umsjónarmaður Krýsuvíkurkirkju fyrir hönd Þjóðminjasafns Íslands.