Fara í efni

Greinasafn

Apríl 2004

Um ábyrgð og ábyrgðarleysi á markaði

Þessi spurning gerist mjög áleitin eftir því sem fram líða tímar. Sífellt algengara virðist , ekki síst á meðal yngri "athafnamanna" að þeir telji sig ekki bera neina ábyrgð gagnvart öðru en eigin pyngju eða pyngju sameigenda sinna í fyrirtæki.

Hvers vegna þögn?

Dómsmálaráðherra hefur brotið tvenn lög: jafnréttislög og stjórnsýslulög. Lengi vel heyrðust engin viðbrögð frá öðrum þingmönnum um þetta mál.

Vantraust á Björninn

Þú þarft ekki að vera bjartsýnismaður til að lýsa yfir vantrausti. Vilji fólksins er með ykkur og i stað thess að vona sifellt eftir innri rotnun eigið þið að taka  róttækt frumkvæði, til að sýna og sanna að þið séuð fær um slikt.

Velkominn hágé

Hver man ekki eftir undirskriftinni hágé á Þjóðviljanum forðum? Þetta var að sjálfsögðu undirskrift Helga Guðmundssonar, rithöfundar, stjórnmálamanns og verkalýðsforkólfs til langs tíma, en Helgi stóð um árabil í framvarðarsveit verkalýðsbaráttunnar – og lætur reyndar enn til sín taka á því sviði.

Eru karlar ekki tilbúnir að fórna völdum?

Drífa Snædal, ritari VG, skrifar mjög áhugaverða og vekjandi grein hér á síðuna í gær um kvennabaráttu. Hún setur þessa baráttu í sögulegt samhengi en hennar niðurstaða er sú, að þótt réttindabarátta kvenna hafi tekið breytingum í tímans rás, þá hafi hún ekki tekið eðlisbreytingu.

Hin nýja öld Ameríku

Umræður um málefni heimsins eiga til að lenda í skringilegum farvegi hér á landi og er stundum engu líkara en helstu valdamenn landsins geti ekki sett það sem er að gerast í eðlilegt samhengi.

A license to kill

Sæll Ögmundur.Maður trúir varla sínum eigin augum og eyrum þegar maður les frásagnir frá Írak þessa dagana. Ég var nokkuð sáttur við málflutning Hallgríms Thorsteinsson fjölmiðlamanns sem var með þér í Silfri Egils um helgina.

Vantraust á barn síns tíma?

Sæll Ögmundur. Hefur ykkur ekki dottið í hug að bera upp vantrausttillögu á dómsmálaráðherra í þinginu?G. HelgadóttirHeil og sæl.Sannast sagna hefur þetta ekki verið rætt, einfaldlega vegna þess að menn vita sem er að meirihlutinn er sauðtryggur "sínum mönnum" á ráðherrastólum.

Kaliforníumenn gegn misnotkun lífeyrissjóða í þágu einkavæðingar

Lífeyrissjóðir fara nú ört vaxandi víða um heim og eru orðnir mjög fyrirferðarmiklir í fjármálalífinu. Hér á landi eru eignir lífeyrissjóðanna komnar yfir 700 milljarða og ef fram heldur sem horfir eru líkur á að eignir þeirra verði yfir 1000 milljörðum fyrir lok árs 2007.

Þankar á vori

Það er farið að vora og dag að lengja, og þótt hægt sé að vera sammála draugnum að skemmtilegt sé myrkrið, þegar setið er í heitri og uppljómaðri stofu með skemmtilega bók eða eitthvað annað dundur, þá er vorið indælt og þótt kalt sé er það  boð um sumar og vonandi hlýindi.  Í morgunsárið er hægt að horfa á sólina roða Hengilinn og á kvöldin er Snæfellsjökull farinn að dilla sér í kvöldroðanum.  Ekkert til að ergja sig yfir, allt í lukkunnar velstandi.