Fara í efni

Greinasafn

2003

Undarlegar reikningskúnstir

Sæll Ögmundur.Ég hafði virkilega gaman af pistli Þrándar sem birtist hér um daginn. Gædd er grædd rúbbla nýju lífi, þar sem hann fjallar um raunverulega eignaaukningu hinna nýju eigenda gömlu ríkisbankanna.

Um Björgólf, Búlgaríu og Blair

Sæll, Ögmundur ! Átti reyndar ekki að vera spurnarform, en.......mikið andskoti gladdi mitt fasíska hjarta, að sjá snuprur þínar til nýgróðadrengsins Björgólfs Thors, í Fréttablaðinu, 12.XI.Virkilega ánægjulegt að sjá hvernig þú hnykktir á Búlgaríuhneyksli þessarra nýfrjálshyggjuandskota sem öllu tröllríða, nú um mundir, það eigum við, yzt úti á hægri vængnum,ásamt ykkur í vinstri kantinum, að hafa nokkurn vilja til að standa gegn þessum andskotans Thatcheristum.

Þegar tveir deila – ávöxtun almennings

Sæll Ögmundur. Fáir þekkja betur en þú aðstæðurnar sem skapast þegar menn semja um kaup og kjör. Þú veist að stundum þarf að knýja fram lausn með verkfalli, stundum knýr atvinnurekandinn fram vilja sinn með afli, lögum, eða jafnvel bráðabirgðalögum.

Sjaldan veldur einn þá tveir deila með sér ávöxtunum

"Í nafni hverra rétti Finnur Ingólfsson upp höndina við gljáfægt harðviðarborðið í haust þegar hann gekk endanlega frá upphæðunum og dagsetningunum sem lengi var togast á um? Beinist reiði forsætisráðherra ef til vill gegn þeim hluthafahópi sem Finnur er fulltrúi fyrir?" Þetta kemur meðal annars fram í pistli Ólínu hér á síðunni í dag en hún veltir því réttilega fyrir sér hvernig á því standi að kastljósum fjölmiðla sé ekki beint að þeim sem sátu handan samningaborðsins, kjölfestufjárfestum þeirra Davíðs og Valgerðar, þegar hinir háu samningar voru gerðir við forsvarsmenn Kaupþings Búnaðarbanka.

Ríkisstjórn Reykásanna

Birtist í Fréttablaðinu 26.11.03Allir þekkja Ragnar Reykás þeirra Spaugstofumanna. Hann er persónugervingur hentistefnunnar, kann öllum öðrum betur að haga seglum eftir vindi, venda sínu kvæði í kross ef honum þykir henta.

Ný raforkulög leiða til verðhækkunar fyrir almenning

Sæll Ögmundur og þakka þér fyrir öfluga heimasíðu. Tilefni þess að ég sendi inn þessa línur er það að ég sá að þú vitnaðir þar til fréttar í Morgunblaðinu af raforkuráðstefnu VFÍ og TFÍ sem haldin var 20.nóvember sl.

Fjölmiðlamenn kynni sér bréf Helga

Í lesendadálkinum í dag er einkar athyglisvert bréf sem hlýtur að verða okkur öllum , ekki síst fjölmiðlamönnum, umhugsunarefni.

Neglt fyrir niðurföll – um Blair, Bush og menn okkur nær

Í vikunni sem leið hittust þeir vinirnir Bush og Blair í Lundúnum og smábænum Sedgefield í norðausturhluta Englands.

Valgerði ögrað og Davíð vill að menn sýni ábyrgð!

Upplýst hefur verið að tveir æðstu stjórnendur Kaupþings Búnaðarbanka hafa hvor um sig keypt hluti í bankanum fyrir rúmar 950 milljónir króna, samkvæmt samningum við eigendur, á gengi sem er langt undir markaðsgengi.

Sjúkdómavæðing stjórnmálanna

  . Sæll Ögmundur. Nokkrir núverandi og fyrrverandi þingmenn svokallaðra jafnaðarmanna hafa haldið á lofti nýrri framtíð i heilbrigðismálum landsmanna, bæði framtíð þeirra sem hafa ráð á henni og hinna sem fyrirsjáanlegt er að verða fyrir barðinu á nýfrjálshyggjunni.